Leita í fréttum mbl.is

Fékk 23 kg lúðu á línu

Ekki er óalgengt að línubátar fái vænar lúður á krókana hér á Vestfjarðarmiðum yfir vetrarmánuðina.Luda 23 kg Síðustu áratugina hafa sjómenn innbyrt stórlúður, ýmist á línu eða handfæri og einnig á sjóstöng eins og dæmin sanna. Sigurður Oddsson á Lukku ÍS 357 frá Suðureyri hefur verið seigur að setja í stórlúður undanfarin ár en í fyrra náði hann 88 kg lúðu sem var mikill happafengur. Fyrir fáeinum dögum fékk Siggi 23 kg lúðu á línu sem hann beitti sérstaklega fyrir hlýra. Línubáturinn Hrönn ÍS frá Suðureyri fékk eina 15 kg lúðu fyrir nokkrum vikum síðan og heyrst hefur að bátar frá Flateyri hafi líka verið að setja í eina og eina ágæta lúðu.

Stórlúður eru á djúpmiðum yfir vetrarmánuðina en færa sig svo nær landgrunninum í maímánuði og eru við ströndina fram eftir sumri. Sjóstangaveiðimenn bíða spenntir eftir vorinu með stórlúðuglampann í augunum en allir þeir sem kaupa sér ferð til Vestfjarða á sjóstöng lifa í voninni um að setja í stórlúðu.

Meðfylgjandi myndir tók undirritaður þegar verið var að landa úr Lukku ÍS þegar 23 kg lúðan veiddist.

Lukka

Kveðja

Róbert Schmidt 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að fá stór lúðu, Siggi hefur já verið duglegur að setja í stórlúðu. Flott hjá ykkur;-)

Anna Bjarna (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband