24.2.2010 | 15:02
Brælutíð
Súgfirskir bátar liggja í höfn eins og flestir smábátar á Vestfjörðum en brælutíð er framundan í kortunum ef marka má spá Veðurstofu Íslands. Nokkuð hefur snjóað í Súgandafirði og skafið í skafla í húsgörðum og þröngum götum. Mokstur gengur vel á eyrinni og atvinnulífið gengur sinn vana gang en brælan hamlar sjósókn. Búist er við áframhaldandi hvassri NA-átt næstu daga með snjókomu af og til.
Gestur Kristins ÍS fór á sjó sl sunnudag og var þá eini báturinn héðan á sjó. Aflinn var um 3,4 tonn á 32 bala. Gestur fór einnig á sjó á mánudaginn og aflaði vel á áttunda tonnið af ýsu og þorski sem er góður afli. Aðrir bátar voru í landi. Bátar Íslandssögu beita smokkfiski og pokabeitu til helminga. Steinbíturinn sem veiðst hefur sl vikur hefur verið frekar horaður en er allur að koma til.
Kveðja
Róbert Schmidt
Ljósm: R.Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.