3.3.2010 | 22:15
Leitað að Sæluhelgarlagi 2010
Mansavinir á Suðureyri leita nú eftir Sæluhelgarlaginu 2010 en að vanda gefst fólki kostur á að senda inn lög í keppni um lagið sem verður hljóðritað fyrir hina árlegu Sæluhelgarhátíð. Skilyrði eru sem fyrr að lagið má ekki hafa heyrst áður og textinn verður að einhverju leyti að fjalla um Sæluhelgina, Súgandafjörð eða Suðureyri. Lagahöfundar eru beðnir um að senda inn hljóðritaðan disk, í því sem næst endanlegri útgáfu, í lokuðu umslagi merkt með dulnefni en rétt nafn þarf að fylgja með í öðru umslagi ásamt símanúmeri.
Frestur til að skila inn lagi er 19. apríl. Við vonum að Íslendingar taki vel við sér og láti sköpunargleðina ráða ríkjum næstu vikunnar. Tilkynnt verður um sigurlagið á sumardaginn fyrsta.
Væntanlegir keppendur eru beðnir um að senda lögin til Ævars Einarssonar.
Mansavinir
Hlíðarvegi 4
430 Suðureyri
Frestur til að skila inn lagi er 19. apríl. Við vonum að Íslendingar taki vel við sér og láti sköpunargleðina ráða ríkjum næstu vikunnar. Tilkynnt verður um sigurlagið á sumardaginn fyrsta.
Væntanlegir keppendur eru beðnir um að senda lögin til Ævars Einarssonar.
Mansavinir
Hlíðarvegi 4
430 Suðureyri
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.