8.3.2010 | 19:03
Fékk 700 kg hákarl á línu
Enn og aftur kemur Sigurður Oddsson á Lukku ÍS 357, frá Suðureyri, að landi með "happadrátt" en í
dag landaði Siggi tæplega 700 kg hákarli sem hafði flækt sig í línunni vestur í Nesdýpi á 52 faðma dýpi. "Ég var búinn að fá helvíti gott á þennan bala eða um 300 kg og svo í restina sé ég að þarna er hákarl á línunni. Þannig að það má segja að ég hafi fengið 1000 kg á balann," sagði Siggi ánægður með daginn. Óhætt er að segja að meiri afli hefur varla fengist á einn línubala hér vestra fyrr né síðar.
Hákarlinn mældist 470 sm að lengd og ummálið var hvorki meira né minna en 230 sm. Þetta er stærsti hákarl sem Siggi hefur veitt en í janúar kom hann að landi með 340 kg hákarl. Hákarlinn verður skorinn og verkaður á næstu dögum og verður tilbúinn fyrir næsta þorrablót að ári.
Mikil stemning var á höfninni þegar hákarlinum var landað en honum var slefað í land enda vonlaust að koma 700 kg flykki um borð í eins lítinn bát og Lukka er. Siggi veiddi tvær stórlúður á haukalóð í fyrra, 88 kg og 34 kg. Í ár er hann búinn að fá eina 24 kg lúðu og 700 kg hákarl.
Meðfylgjandi myndir tók undirritaður þegar hákarlinum var landað á Suðureyrarhöfn í dag.
Kveðja
Róbert Schmidt

Hákarlinn mældist 470 sm að lengd og ummálið var hvorki meira né minna en 230 sm. Þetta er stærsti hákarl sem Siggi hefur veitt en í janúar kom hann að landi með 340 kg hákarl. Hákarlinn verður skorinn og verkaður á næstu dögum og verður tilbúinn fyrir næsta þorrablót að ári.
Mikil stemning var á höfninni þegar hákarlinum var landað en honum var slefað í land enda vonlaust að koma 700 kg flykki um borð í eins lítinn bát og Lukka er. Siggi veiddi tvær stórlúður á haukalóð í fyrra, 88 kg og 34 kg. Í ár er hann búinn að fá eina 24 kg lúðu og 700 kg hákarl.
Meðfylgjandi myndir tók undirritaður þegar hákarlinum var landað á Suðureyrarhöfn í dag.

Kveðja
Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Af mbl.is
Fólk
- Irwin í aðalhlutverki í auglýsingu sem segir sex
- Kanye West segir Biöncu hafa farið frá sér
- Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið
- Skynja fremur en skilja
- Van Damme sagður hafa sofið hjá fórnarlömbum mansals
- Svona lítur Dewey út í dag
- Kröftugar kenndir kvikna
- Nældi sér í annan ungan körfuboltamann
- Grenntist með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja
- Íslensk sjónvarpssería á Cannes Series-hátíðinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.