Leita í fréttum mbl.is

Fékk 700 kg hákarl á línu

Enn og aftur kemur Sigurđur Oddsson á Lukku ÍS 357, frá Suđureyri, ađ landi međ "happadrátt" en íH4 dag landađi Siggi tćplega 700 kg hákarli sem hafđi flćkt sig í línunni vestur í Nesdýpi á 52 fađma dýpi. "Ég var búinn ađ fá helvíti gott á ţennan bala eđa um 300 kg og svo í restina sé ég ađ ţarna er hákarl á línunni. Ţannig ađ ţađ má segja ađ ég hafi fengiđ 1000 kg á balann," sagđi Siggi ánćgđur međ daginn. Óhćtt er ađ segja ađ meiri afli hefur varla fengist á einn línubala hér vestra fyrr né síđar.

Hákarlinn mćldist 470 sm ađ lengd og ummáliđ var hvorki meira né minna en 230 sm. Ţetta er stćrsti hákarl sem Siggi hefur veitt en í janúar kom hann ađ landi međ 340 kg hákarl. Hákarlinn verđur skorinn og verkađur á nćstu dögum og verđur tilbúinn fyrir nćsta ţorrablót ađ ári.

Mikil stemning var á höfninni ţegar hákarlinum var landađ en honum var slefađ í land enda vonlaust ađ koma 700 kg flykki um borđ í eins lítinn bát og Lukka er. Siggi veiddi tvćr stórlúđur á haukalóđ í fyrra, 88 kg og 34 kg. Í ár er hann búinn ađ fá eina 24 kg lúđu og 700 kg hákarl.

Međfylgjandi myndir tók undirritađur ţegar hákarlinum var landađ á Suđureyrarhöfn í dag. H2

Kveđja

Róbert Schmidt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband