Leita í fréttum mbl.is

Aðventukvöld í Suðureyrarkirkju

Aðventukvöld var haldið í Suðureyrarkirkju þriðja sunnudag í aðventu 14. desember sl. Halldóra 1Hannesdóttir sendi mér nokkrar myndir frá þessu kvöldi. Fermingarbörn báru ljósið í bæinn og lásu jólaguðspjallið. Kirkjukór Þingeyrar flutti nokkur lög undir stjórn Kristu Sildoja. Katla Vigdís Vernharðsdóttir lék á orgel "Óðurinn til gleðinnar" og Hólmfríður María Bjarnardóttir lék á sópranblokkflautu með Veru Óðinsdóttur, þverflauta og Jóhann Alexander á gítar í laginu Last Christmas.

Yngri börnin sungu við undirleik Bryndísar Gunnarsdóttur lögin; Bjart er yfir Betlehem og Skín í rauðar skotthúfur við undirleik Andra Más Skjaldarsonar á blokkflautu. Einnig fluttu þeir bræðurnir Daníel Snær og Jóhann Alexander Viðarssynir á gítar lagið Ég fæ 3jólagjöf. Flaututríó Suðureyrar (Hólmfríður María Bjarnardóttir, sópranblokkflauta, Vera Óðinsdóttir, þverflauta, Leslaw Szyszko, sópran-, alt- og tenórblokkflauta) lögin; Jólasveinninn minn, Little Blues og Þá nýfæddur Jesúm. Síðan var flutt jólasaga, bæn og blessun.

Sérstakar þakkir til kirkjukórs Þingeyrar, Tónlistarskóla Ísafjarðar, Sr, Guðrúnar Eddu Gunnarsdóttur og Bryndís Gunnarsdóttur organista og til þeirra sem gerðu stundina minnistæða.

Ljósmyndir: Halldóra Hannesdóttir.
6754

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Schmidt

Já, í dagskrá aðventukvöldsins sem ég fékk senda var ekki minnst á kirkjukór Suðureyrarkirkju eins furðulegt og það hljómar. Kannski að Halldóra geti frætt okkur um það?

Róbert Schmidt, 18.12.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

Ég held að það vanti fólk í kórinn, tel það líklegustu skýringuna

Halldóra Hannesdóttir, 18.12.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband