Leita í fréttum mbl.is

Vísur úr skötuveislu súgfirskra karla

Mikið var um vísur sem flugu manna á milli í skötuveislu súgfirskra karla sem haldin var hjá 13Eyþóri Eðvarðssyni nýverið. Látum nokkrar vísur fylgja þessu bloggi með von um að fleiri vísur skili sér hingað. Byrjum á einni góðri vísu frá Sturla Gunnari:

Þó næðir úti nepju hríð
Í norðurljósa skini.
Þá yfir gröf og alla tíð
eigið mig að vini.

Sturla Gunnar Eðvarðsson

Margir skötu míga á
Misjöfn reynast gæðin.
Komi hlandið handan frá
Heldur lengist ævin. 

Útrásarvíkingar í Valhöll stefna
Velta grjóti í landans götu.
Við höfum þó nokkurra að hefna
En höldum okkur við úldna skötu. 

Skítalykt af skötu fer
Skaðlega með nefið.
Borði maður bita er
Burtu farið kvefið.

Karl Steinar Óskarsson


Daunn er yfir desember
drengir hungurmorða.
Súgfirðingar skemmta sér
og kæsta skötu borða. 

Snafsinn teigum skötu með
svo ljúft hún renni niður.
Ég fæ ekki betur séð
en þetta sé frábær siður. 

Ingi Geir með hugmynd þekka
inn í gleðskap fríða.
Ekki bara éta og drekka
heldur einnig kyssa og kveða vísur.

Guðmundur Vignir Friðjónsson


Í skötuveislu til Magnúsar máttum,
og megn var stækjan útum allt.
Eldsúlur loguðu úr öllum gáttum
en úti var snjór og drullukalt.

Stökk á fætur skötukokkur,
með steikarhníf í hendi.
Bálið brann á bakvið okkur,
og bera skalla brenndi.

Magnús minkar eldinn niður,
og muldrar nokkur valin orð.
“Seint verður talinn þjóðlegur siður,
að skaðbrennda skötu bera á borð.

Súgfirðingar seint munu gleyma,
stækjunni úr ruslafötunni.
En Eyþór stendur keikur heima
og klikkar ekki á skötunni.

Róbert Schmidt


  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ekki sáumst vid í tessari ferd minni á fróni...Bara næst.

Sendi tér og fjölskyldu tinni óskir um gledilega  jólahátid og farsæld á nýju ári.

Hjartanskvedja frá Jyderup

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 23.12.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband