Leita í fréttum mbl.is

Vel heppnað áramótaball á Suðureyri

Súgfirðingar stigu áramótadansinn létt og leikandi við undirspil þeirra bræðra, Ævars, Guðna og aramot 2Elvars og síðan börðu þeir bræður, Sturla Páll og Snorri Sturluson, húðirnar af stakri snilld. Já, það er óneytanlega skemmtilegt að vita til þess heimamenn haldi uppi stuðinu af og til eins og þeir gerðu svo snilldarlega á Sæluhelginni sl sumar. Fréttir herma að rúmlega 80 manns hafi mætt og skemmt sér konunglega við gömlu góðu slagarana eins og "Traustur vinur" "Marina, Marina" og "Kokkinn". "Stemmingin var eins og í þá gömlu góðu daga, meiriháttar fjör"- sagði Halldóra Hannesdóttir sem skrapp á ballið í miklu tjúttstuði.

Áramótabrennan var góð og flugeldasýningin líka enda logn og blíða í firðinum heima. Sætúnið stóð í "ljósum logum" og telja má að allir íbúar Sætúnsins hafi virt fyrir sér ljósadýrðina á þessu síðasta kvöldi ársins.


Ég nappaði tveimur myndum frá Hildi Sólveigu Elvarsdóttur af Facebook-síðunni hennar og vonandi fyrirgefur hún mér það. aramot 1


Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tad er med ólíkyndum hvad´Súgfirdingar eiga frábæra menn eins og tessa sem tú taldir upp.Mikid væri Sudureyri fátæk án teirra segji ég, tó Sugfirdingar séu frábært fólk.En svona drengir eru bara Kanon flottir og gefa lífinu lit.

Kvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 3.1.2009 kl. 06:44

2 Smámynd: Róbert Schmidt

Já, þeir eru frábærir þessir strákar. Ég skemmti mér mjög vel á Sæluballinu á Suðureyri í sumar en þá voru þeir Ævar, Guðni, Snorri og Sturla Páll að spila og það kom þessi gamla góða Súgfirðingastemning yfir alla eins og sést á þeim myndum sem ég tók og setti í myndasafnið.

Róbert Schmidt, 4.1.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband