2.2.2009 | 11:37
Súgfirðingum fjölgar
Súgfirðingum fjölgaði nokkuð á síðasta ári en fréttir herma að a.m.k. 8 börn hafi fæðst þá. Verið er að leita heimilda varðandi það hjá FSÍ. En hún Kolbrún Elma Schmidt og Sigurður Gunnar Aðalsteinsson (búsett á Ísafirði) eignuðust stúlku 28. janúar sl. Daman vó 3685 gr og mældist 51 sm að lengd. Ljósmóðir var Brynja Pála Helgadóttir. Kolbrún er dóttir Grétars og Völu á Suðureyri.
Þann 1. febrúar eignuðust Petra Dröfn Guðmundsdóttir og Leifur Blöndal stúlku sem vó 3595 gr og mældist 51 sm að lengd. Ljósmóðir var Brynja Pála Helgadóttir. Petra er dóttir Gumma Karvels og Gunnýjar en Leifur er sonur Sollu Leifs og Gísla Blöndals.
Nýbakaðir foreldrar fá hér með innilegar hamingjuóskir með dömurnar sínar.
Kveðja
Róbert
Þann 1. febrúar eignuðust Petra Dröfn Guðmundsdóttir og Leifur Blöndal stúlku sem vó 3595 gr og mældist 51 sm að lengd. Ljósmóðir var Brynja Pála Helgadóttir. Petra er dóttir Gumma Karvels og Gunnýjar en Leifur er sonur Sollu Leifs og Gísla Blöndals.
Nýbakaðir foreldrar fá hér með innilegar hamingjuóskir með dömurnar sínar.
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Athugasemdir
Mikid er tetta falleg stúlka.Óska ég Gretari ,Völu og fjölskyldu til hamingju med hana.
Sollu, Gísla og fjölskyldu óska ég líka til hamingju med tessa dásamlegu snúllu.
Hjartanskvedjur frá Hyggestuen.
Gudrún Hauksdótttir, 3.2.2009 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.