Leita í fréttum mbl.is

Frábær Góufagnaður á Suðureyri

Eins og flestir Súgfirðingar vita, þá var haldinn Góufagnaður á Suðureyri sl laugardagskvöld, 21. 54febrúar í Félagsheimili Súgfirðinga. 165 manns sátu matinn og fylgdist með skemmtiatriðum að loknu borðhaldi í boði "Góukarla" sem voru í einu orði sagt frábær. Magnús Jónsson skólastjóri setti Góufagnaðinn og Þröstur Óskarsson flutti minni Íslands, Ómar Þórðarson flutti minni Súgandafjarðar og Sigurður Þórisson flutti minni kvenna. Snorri Sturluson sá um kveðskapinn en hann samdi að venju fyrriparta sem blótsgestir botnuðu úr sal. Guðni Einarsson sá um fjöldasöng sem var hressilegur að vanda. Húsnefndin vann vel sín störf og fór vel um gesti.

Skemmtiatriðin voru sérlega fjölbreytt og greinilega miklar æfingar að baki. Það var farið vítt og 76breytt um í gleðinni og mikið sungið og hlegið eins og sjá má á myndunum sem undirritaður hefur sett í myndasafnið hér á síðunni. Í alla staði tókst þessi Góufagnaður frábærlega og eiga góukarlar heiður skilið og miklar þakkir fyrir óeigingjarnt starf.

Látum myndirnar tala sínu máli, þær segja meira en þúsund orð.

Það eru vinsamleg tilmæli til lesenda síðunnar að virða höfundarrétt ljósmynda og afrita þær ekki nema með leyfi höfundar.

http://sudureyri.blog.is/album/goufagnadur_21_feb_2009/


Kveðja

Róbert Schmidt
robert@skopmyndir.com
S: 8404022


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir tessar skemmtilegu myndir Robbi minn. Mikid langar manni alltaf ad koma vestur er ég sé svona skemmtun.

Kvedja frá Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 24.2.2009 kl. 08:45

2 Smámynd: Róbert Schmidt

Takk stelpur mínar :) Það er ágætt að einhver þakkar fyrir myndirnar. Sumum finnst þetta sjálfsagt mál, rétt eins og að fá Fréttablaðið heim til sín. En mikið rétt, það var meiri háttar gaman á Góufagnaðinum og ég hlakka til að koma aftur vestur eftir páska.

Róbert Schmidt, 24.2.2009 kl. 13:41

3 identicon

Oh, ég vildi að ég hefði komist!!! Lá heima í Hafnarfirði að jafna mig eftir hálskirtlatöku svo ég hef víst löglega afsökun.! Gaman að sjá myndirnar og æðislegt að sjá hvað félagsheimilið er orðið fínt!

Emma Ævarsdóttir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband