Leita í fréttum mbl.is

Ævar Einars strax farinn á rauðmaga

Eins og sagt var frá hér á síðunni í gær þá slasaðist Ævar Einarsson á baki þegar hann fékk 1þakjárnplötu í sig sl laugardag er hann var að spjalla við strákana sem voru í þakviðgerðunum á Súgfirðingasetrinu. Ævar var bara ágætlega sprækur í dag og eftir kvöldmatinn var ákveðið að skella sér á rauðmagaveiðar inn í fjörð og draga sex net úr sjó og leggja þau aftur og að auki tvo önnur fyrir utan skerið. Ævar var skipstjóri í þessari ferð en hásetar voru Valur Valgeirs og Hafliði. Nokkur net voru dregin upp frá Kleifinni inn að Laugum. Besta netið þar gaf 17 rauðmaga.

Svo var haldið inn að Mýganda og dregið þar upp eitt net sem gaf um 7 rauðmaga. Heildarveiðin í 30þessi sex net voru 56 rauðmagar, fáeinar grásleppur og kolar. Veðrið var ágætt og selirnir spókuðu sig á steinum hér og þar við ströndina, hávelluhópar flugu um fjörðinn og svo tók að bregða birtu. Ferðin var skemmtileg og alltaf gaman að sigla um fjörðinn sinn með góðu fólki.

Ævar er sem sagt þokkalegur eins og hann segir. "Ég læt ekki eina þakplötu stoppa ferðina okkar fjölskyldunnar til Tælands, það er alveg á hreinu," sagði Ævar og glotti út í 7annað. Það er greinilegt á kallinum að hann er brattur þrátt fyrir að hann sé marinn og sár á vinstri síðu og undir herðablaðinu. Ævar minnti á að val á sæluhelgarlaginu fari fram í Félagsheimili Súgfirðinga á morgun, þriðjudaginn 5. maí kl 18.00 og hvetur sem flesta að mæta og hlusta á lögin og kjósa.

Sem sagt, allir að mæta í FSÚ á morgun 37

Héru myndir úr rauðmagaferðinni með Ævari & co í dag:
http://sudureyri.blog.is/album/raudmagaveidi_i_sugandafirdi_/

Kv

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband