8.5.2009 | 18:59
Hvað er þetta með veðrið?
Sigurþór Ómarsson og Hjalti Sig eru komnir aftur til Suðureyrar og voru í allan dag að hreinsa sprungur af Súgfirðingasetrinu með háþrýstidælu í leiðinda veðri, snjó og hvassviðri. Þegar ég hitti þá félaga í garðinum spurðu þeir báðir í kór "Hvað er þetta með veðrið hér Robbi?" Ég svaraði því til að líklegast væri almanakið bara farið að snúast afturábak. En þeim gekk vel í dag strákunum og fóru langt með verkið en halda áfram á morgun því betri veðurspá er í uppsiglingu. Þeir eru ótrúlega duglegir að koma vestur með svona stuttu millibili og leggja á sig erfiða og mikla sjálfboðavinnu. Eftir að búið er að hreinsa lausa múrhúð af veggjunum og háþrýstiþvo, þá þarf að láta sárin þorna í einhvern tíma. Eftir það þarf að múra í sárin og síðan mála allt húsið.
Myndirnar voru teknar laust eftir hádegið í dag þegar þeir Sigurþór og Hjalti voru að verki.
Kveðja
Róbert
Myndirnar voru teknar laust eftir hádegið í dag þegar þeir Sigurþór og Hjalti voru að verki.
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 19:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.