Leita í fréttum mbl.is

Hvað er þetta með veðrið?

Sigurþór Ómarsson og Hjalti Sig eru komnir aftur til Suðureyrar og voru í allan dag að hreinsa Sisso og Hjaltisprungur af Súgfirðingasetrinu með háþrýstidælu í leiðinda veðri, snjó og hvassviðri. Þegar ég hitti þá félaga í garðinum spurðu þeir báðir í kór "Hvað er þetta með veðrið hér Robbi?" Ég svaraði því til að líklegast væri almanakið bara farið að snúast afturábak. En þeim gekk vel í dag strákunum og fóru langt með verkið en halda áfram á morgun því betri veðurspá er í uppsiglingu. Þeir eru ótrúlega duglegir að koma vestur með svona stuttu millibili og leggja á sig erfiða og mikla sjálfboðavinnu. Eftir að búið er að hreinsa lausa múrhúð af veggjunum og háþrýstiþvo, þá þarf að láta sárin þorna í einhvern tíma. Eftir það þarf að múra í sárin og síðan mála allt húsið.

Myndirnar voru teknar laust eftir hádegið í dag þegar þeir Sigurþór og Hjalti voru að verki.

KveðjaSetrid 1

Róbert 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband