12.5.2009 | 18:22
Veðurguðirnir óblíðir prestsetrinu
Álklæðning flettist af prestbúðstaðnum á Suðureyri í rokinu í dag og varð að kalla út meðlimi Björgunarsveitarinnar Björgu til að klambra saman sárinu á húsinu. Séra Valdimar Hreiðarsson fékk tilkynningu frá nágranna sínum seinni partinn í dag um að klæðningin væri að losna af húsinu að ofanverðu og náði presturinn að hindra frekara tjón á klæðningunni með því að festa hana að hluta. Lögreglan á Ísafirði var kölluð á staðinn til að meta aðstæður og skrá niður tjónið.
Strákarnir í Björgunarsveitinni Björgu voru snöggir að loka sárinu til bráðabirgða en búist er við að smiður verði fenginn til að lagfæra klæðninguna endanlega á næstunni.
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
Strákarnir í Björgunarsveitinni Björgu voru snöggir að loka sárinu til bráðabirgða en búist er við að smiður verði fenginn til að lagfæra klæðninguna endanlega á næstunni.
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 19:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.