Leita í fréttum mbl.is

Veðurguðirnir óblíðir prestsetrinu

Álklæðning flettist af prestbúðstaðnum á Suðureyri í rokinu í dag og varð að kalla út meðlimi Prestur 3Björgunarsveitarinnar Björgu til að klambra saman sárinu á húsinu. Séra Valdimar Hreiðarsson fékk tilkynningu frá nágranna sínum seinni partinn í dag um að klæðningin væri að losna af húsinu að ofanverðu og náði presturinn að hindra frekara tjón á klæðningunni með því að festa hana að hluta. Lögreglan á Ísafirði var kölluð á staðinn til að meta aðstæður og skrá niður tjónið.
Strákarnir í Björgunarsveitinni Björgu voru snöggir að loka sárinu til bráðabirgða en búist er við að smiður verði fenginn til að lagfæra klæðninguna endanlega á næstunni.Prestur 2

Ljósmyndir: Róbert SchmidtPrestur 1

Kveðja

Róbert Schmidt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband