12.5.2009 | 18:31
Landgangurinn féll í smábátahöfnina
Mikið hvassviðri hefur verið á Vestfjörðum í dag og Súgfirðingar hafa ekki farið varhluta af því. Landgangurinn á innri flotbryggjunni í smábátahöfninni í Suðureyrarhöfn fór fram af bryggjunni og endaði í sjónum þegar flotbryggjan gekk til og frá í hviðunum. Þorleifur Sigurvinsson hafnarstjóri þurfti að kalla Bjarna Jóhannsson gröfukarl út til að hífa landganginn upp úr sjónum og á sinn stað. Vel gekk að vinna verkið en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem landgangurinn endar í sjónum. Sterkar keðjur sem festar eru í flotbryggjuna hafa einnig slitnað upp og er ástæðan talin vera sú að of stórir fiskibátar eru staðsettir við enda flotbryggjunnar.
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.