19.5.2009 | 23:04
Mokveiði á steinbít á sjóstöngina
Fín veiði hefur verið hjá sjóstangaveiðibátunum á Suðureyri og Flateyri síðustu daga þrátt fyrir bræluskít hér fyrir utan. Misjafnt er á milli veiðihópa hversu flinkir þeir eru að veiða t.d. steinbít en einn þýskur hópur sem dvaldi á Suðureyri í vikutíma veiddu yfir 30 steinbíta á einum degi sem telst mjög góð veiði á sjóstöng. Í heildina fengu þeir um 50 steinbíta sem voru allt frá 4-8 kg að þyngd. Þeir hópar sem finna steinbítsblettina segja öðrum ekki frá og sitja því einir um hituna. Þjóðverjar eru í meirihluta veiðimanna sem hingað koma og sækjast þeir sérstaklega eftir að veiða steinbít, stórlúðu og væna þorska. Segja þeir að mun meiri veiði sér á Íslandi en t.d. í Noregi og eru mjög ánægðir með þessar ferðir til Vestfjarða.
Meðfylgjandi myndir tók undirritaður þegar einn hópurinn var að landa góðum afla af steinbít á Suðureyrarhöfn.
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
Meðfylgjandi myndir tók undirritaður þegar einn hópurinn var að landa góðum afla af steinbít á Suðureyrarhöfn.
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.