Leita í fréttum mbl.is

Veiddu 184 sm lúðu

Undirritaður og Þjóðverjinn Julius Drewes, sem báðir starfa sem sjóstangaveiðileiðsögumenn fyrir Robbi og Julli 1Fisherman á Suðureyri og Flateyri settu í stórlúðu síðdegis í gærdag norður af Deildinni á Bobby 8. Veður var gott og hægur sjór þegar við félagarnir létum færin síga til botns. Eftir 5 mín beit eitthvað á hjá Juliusi og var strax ljóst að þetta var engin smá tittur. Eftir 40 mín baráttu kom í ljós að þetta var stórlúða og nú voru góð ráð dýr, því engin var ífæran um borð né handskutull. Aðeins lítill fiskigoggur sem var ekki brúkaður vegna smæðar sinnar. Eftir tvær tilraunir náði ég að koma lykkju utan um sporð lúðunnar og notaði til þess skúringaskrúbb og akkerisreipi. Því næst settumst við báðir á dekkið á bátnum og tosuðum lúðuna inn fyrir borðstokkinn.

Það voru mikil fagnaðarlæti um borð og lúðan spriklaði um allan bát og um tíma héldum við að hún ætlaði inn í stýrishúsið. Þar með lauk styðstu sjóferð okkar "gædana" en veiðitíminn var um 5 mínútur en það tók 1,5 tíma að ná lúðunni inn fyrir. Lúðunni var síðan landað á Suðureyrarhöfn og mældist hún 184 sm að lengd, 95 sm að breidd og vó 77 kíló. Julius hirti sporðinn og ætlar að láta þurrka hann en restinni af lúðunni var seld á fiskmarkað. Þetta er önnur lúða Juliusar á stuttum tíma en hann fékk 112 sm lúðu (15 kg) fyrir tveimur vikum á svipuðum slóðum. Einnig veiddu sænskir veiðimenn frá Suðureyri 31 kg lúðu sem mældist 140 sm að lengd fyrir viku síðan.

Óhætt er að segja að "lúðuæði" hafi gripið um sig á meðal þeirra erlendu veiðimanna sem komu vestur til Suðureyrar og Flateyrar í gær og nú eru þeir allir staðsettir í Kanntinum að reyna við fleiri stórlúður en spakir menn segja að þessi árstími sé bestur til stórlúðuveiða.

Ljósmynd: Elías Guðmundsson

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband