24.7.2009 | 19:09
Snjór í miðjum hlíðum
Rótgrónir Súgfirðingar láta sér ekki bregða þótt gráni í fjöll í júní og júlí en aðrir gapa af undrun og spyrja sig hvort sumarið sé búið. Vestfirðingar vöknuðu upp í morgun með snjó niður í miðjar hlíðar en í dag hefur rignt talsvert og snjóinn því tekið upp að miklu leiti. Veðurfræðingar voru búnir að spá snjókomu til fjalla og á hálendi landsins og þeir sem fylgjast með veðurfréttum vissu vel að það myndi snjóa. Spáin er góð yfir helgina, hæglætis veður og það styttir upp í nótt, hiti 5-10 stig. Við skulum vona að haustlægðirnar bíði aðeins þar til sumrinu lýkur :)
Nýjar myndir voru að bætast við sem teknar voru sl laugardag í Borni Súgandafjarðar. Hægt er að skoða þær á myndasíðunni.
Kveðja
Róbert Schmidt
Ljósmyndir: R.Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt 27.7.2009 kl. 10:57 | Facebook
Af mbl.is
Fólk
- Irwin í aðalhlutverki í auglýsingu sem segir sex
- Kanye West segir Biöncu hafa farið frá sér
- Laufey missir stjórn og sekkur í ringulreið
- Skynja fremur en skilja
- Van Damme sagður hafa sofið hjá fórnarlömbum mansals
- Svona lítur Dewey út í dag
- Kröftugar kenndir kvikna
- Nældi sér í annan ungan körfuboltamann
- Grenntist með aðstoð þyngdarstjórnunarlyfja
- Íslensk sjónvarpssería á Cannes Series-hátíðinni
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilegar myndir af Botni og Selárdal, en óskaplega er nú kuldalegt á að líta þarna í grennd við Kvíanesið!
Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2009 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.