Leita í fréttum mbl.is

Fengu 148 kg stórlúðu

Súgfirðingurinn, Þröstur Karls frá Bæ, Þráinn Þór og Gummi El Strandamaður með meiru, settu í þessa 148 kg Storludastórlúðu í gærdag en þeir eru á lúðuveiðum djúpt úti á Reykjaneshrygg eða um 100 sjómílur frá landi á 15 tonna dalli sem skráður er í Djúpuvík og heitir Flugaldan ST. Lúðan er sú stærsta sem þeir félagar hafa veitt í sumar en hún mældist 215 sm að lengd. Báturinn er búinn að veiða, það sem af er sumri, rúm 11 tonn af stórlúðu og fáein tonn af aldamótkarfa sem vigta frá 10-16 kg hver. Það er því óhætt að segja að þessir veiðimenn eru ekki að fást við neina smátitti þarna úti.

Á myndinni eru þeir Þröstur og Þráinn Þór með lúðuna vænu.

Kveðja

Róbert Schmidt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband