Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Þakplata slasaði mann við Súgfirðingasetrið í dag

Það lá við stórslysi um miðjan dag við Súgfirðingasetrið þegar mikil vindhviða feykti stórri þakplötu af11 þakinu en á henni voru tveir menn og voru að fara að negla hana niður þegar hviðan kom. Þeir köstuðust af plötunni og mátti þakka að þeir fóru ekki niður af húsinu en fallið er rúmir 10 metrar. Ævar Einarsson var að spjalla við Sigurþór, Atla og Bjarka í garðinum þegar þetta gerðist og kom þakplatan á ógnarhraða niður af þakinu og stefndi beint á strákana. Sem betur fer náðu allir að kasta sér undan plötunni en Ævar var óheppinn og fékk hana í bakið og kastaðist af hjólinu sem hann var á. Lögregla og sjúkrabíll mættu á staðinn og var Ævar fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til aðhlynningar.

Í samtali við Ævar rétt í þessu, bar hann fyrir góða kveðju til strákana í Súgfirðingasetrinu en hann 17er illa marinn á baki og hruflaður. "Það má segja að úlpan sem ég var í hafi bjargað mér algerlega. Annars hefði platan stungist í gegn. Strákarnir voru allir heppnir því platan hefði getað tekið höfuðið af þeim öllum," sagði Ævar en hann ætlaði einmitt að heilsa uppá strákana til að bjóða þeim í félagsheimilið um kvöldið til að spila fyrir þá músík og syngja, svona rétt til að skemmta þeim örlítið eftir alla þessa miklu vinnu s.l. daga við Súgfirðingasetrið, þegar óhappið gerðist.

 Að sögn Sigurþórs Ómarssonar sem er einn af vinnumönnum við þakið á Súgfirðingasetrinu eru þeir allir í hálfgerðu sjokki eftir þetta en ef þeir hefðu ekki náð að kasta sér frá þakplötunni, þá hefðu þeir stórslasast á höfði. "Það var bara kraftaverk að þakplatan náði ekki í andlitin á okkur en við náðum allir að snúa okkur undan á sekúndubroti," sagði Sigurþór. 

Vinnan við að koma þakjárninu á hefur gengið vonum framar en aðeins er eftir smá hluti af þakinu sem verður klárað á morgun. Neðri myndin var tekin í gærmorgun þegar þeir náðu að taka allt gamla járnið af.

Við sendum Ævari bestu kveðjur um góðan bata

Kveðja

Róbert

 


Harmonikkuspil og hnallþórur

Það var glatt á hjalla á Suðureyri í dag, 1.maí og hátíðarhöld fjölmenn í tilefni dagsins. Að venju var8 farið í kröfugöngu frá Brekkukoti og að sögn Ævars Einars, þá var kröfugangan vel sótt að þessu sinni. Boðsund var í Sundlaug Suðureyrar og síðan var boðið uppá kaffihlaðborð í verkalýðshúsinu Bjarnarborg um miðjan dag. Báðar hæðirnar voru þétt setnar og veisluborðið svignaði undan kökum og kræsingum. Jóna Margrét Valgeirsdóttir fékk leikskólabörn til að syngja nokkur lög og einnig léku ýmis börn á hljóðfæri við góðar undirtektir gesta.

Árni frá Vöðlum í Önundarfirði mætti með harmonikkuna og spilaði helling af skemmtilegum og hressandi lögum og var mikil stemning 11í risinu þennan dag. Ævar Einars var sjálfskipaður söngstjóri og náði hann öllum með í fjöldasöng og fór létt með. Síðan mættu strákarnir sem eru að vinna við endurbætur á Súgfirðingasetrinu í kaffi og hvíldu hamra og sleggjur um stund og tóku þátt í hátíðarhöldum bæjarbúa með glöðu geði. Veður var frábært í dag, sólarglenna af og til og hægur vindur. Virkilega skemmtilegur dagur að baki.

Fleiri myndir frá deginum eru að finna í myndaalbúminu á forsíðunni.

Til hamingju með daginn verkafólk.20

Kveðja

Róbert


Gamla þakjárnið komið af Súgfirðingasetrinu

Mikið líf er nú í og á Súgfirðingasetrinu þessa dagana en vinnuhópur úr Reykjavík vinnur hörðum 14höndum við endurbætur á þaki hússins og miðar verkinu vel. Strákarnir byrjuðu í gær að rífa þakjárnið af og kláruðu það fyrir hádegi í dag. Stefna þeir á að setja nýjan þakpappa á og nýtt járn í dag og á morgun. Veður var skaplegt í dag og um tíma skein sólin á þessa harðduglegu kappa sem leggja mikið á sig í sjálfboðavinnu fyrir Súgfirðingafélagið í Reykjavík. Í hópnum eru þeir bræður Sigurþór og Atli Ómarssynir, Bjarki Þór Bjarnason og tveir til viðbótar sem ég hef ekki fengið nöfn á ennþá.

Íslandssaga útvegaði strákunum fisk í matinn í gærkveldi og í kvöld mun undirritaður elda nýskotinn svartfugl fyrir þá enda verða þeir líklega svangir og þreyttir eftir 19þessa erfiðu vinnu. Hér á Suðureyri fá þeir ágæta aðstoð frá heimamönnum og fyrirtækjum sem er þakkarvert í alla staði. Ég segi betur frá hvernig verkinu miðar um helgina. Fleiri myndir eru í merktu myndaalbúmi á forsíðunni.

Kveðja

Róbert


Steinn féll á veginn við Kleif

Allstór steinn féll úr hlíðinni við Kleif í Súgandafirði í nótt eða morgun. Eins og sjá má á meðfylgjandi s2ljósmyndum sem undirritaður tók kl 08.30 í morgun (1.maí) er steinninn mjög stór og vegur líklega vel á annað tonn. Mikill mildi var að steinninn fór ekki lengra út á veginn en ef umferð hefði verið á þeim tíma þyrfti varla að spyrja að leikslokum. Steinninn verður væntanlega fjarlægður fljótlega.


Kveðja

Róbert s3

« Fyrri síða

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband