15.3.2010 | 18:19
Landgangslaus flotbryggja
Eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd er ógengt út á flotbryggjuna í smábátahöfninni á Suðureyri
en landgangurinn fór enn eina ferðina í sjóinn í síðasta óveðri. Landgangurinn laskaðist talsvert og er væntanlega í viðgerð á Ísafirði um þessar mundir. Margir hafa nefnt að of stórir bátar séu bundnir við flotbryggjuna og í óveðrum fer bryggjan á mikla hreyfingu sem veldur því að landgangurinn fellur í sjóinn. Heimamenn kippa sér lítið upp við þessa sjón enda gerist þetta iðulega þegar hvessir vel í firðinum.
Kveðja
Róbert Schmidt
Ljósm: R.Schmidt

Kveðja
Róbert Schmidt
Ljósm: R.Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:23 | Facebook
Athugasemdir
Eftir að landgangurinn hefur fallið í sjóinn reglulega undanfarin ár þá var tekin sú ákvörðun að smíða nýjan landgang eftir síðustu hamfarir og reyna að ganga þannig frá honum að þetta gerist ekki aftur. Landgangurinn var það mikið skemmdur að það borgaði sig ekki að reyna að gera við hann. Það hefur tekið lengri tíma en óskað væri að smíða nýjan landgang en þó sér fyrir endan á því um þessar mundir. Það hefur gengið mjög illa að ganga þannig frá flotbryggjunni á Suðureyri þannig að swingið á henni verði minna. Við vonumst til að með því að strekkja hana uppa á nýtt verði þetta til friðs.
Guðmundur M Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.