25.3.2010 | 16:09
Sögukvöld, páskeggjaleit og lifandi tónlist á Suðureyri um páskana
Það verður nóg um að vera á Talisman og FSÚ-barnum um páskana að sögn Jóns Arnars Gestssonar rekstraraðila. "Hér verður opið frá kl 08 að morgni alla daga til miðnættis. Við verðum með hlaðborð í hádeginu og á kvöldin alla páskana hér á Talisman og ýmsar uppákomur bæði fyrir fullorðna og börn," segir Jón.
Á Skírdagskvöldið verður Sögustund á Talisman þar sem sagnamenn og konur mæta og segja sögur úr ýmsum áttum. Allir sem luma á góðum sögum eru hvattir til að mæta á staðinn og vera með.
Eftir miðnætti á Föstudaginn langa verður boðið uppá lifandi tónlist og trúbadorsstemningu á FSÚ-barnum. Tilvalið fyrir heimamenn og gesti að safnast þar saman og gleðjast í góðra vina hópi.
Á Páskadag verður Páskaeggjaleit á Suðureyri sem er verið að útfæra. Nánar um það síðar. Eftir miðnætti á Páskadag verður karaoikí-kvöld á FSÚ-barnum þar sem hver og einn verður söngstjarna kvöldsins með sínu sniði.
Eins og sjá má hér að ofan, verður nóg fyrir stafni á Suðureyri yfir Páskahelgina. Minni líka á handverkshúsið Á milli fjalla þar sem hægt er að gera góð kaup á alls kyns handgerðum varningi úr heimabyggð. Handverkshúsið er staðsett í gamla Kaupfélaginu á móti Talisman.
Einnig má geta þess að tökur á kvikmyndinni Vaxandi tungl mun standa yfir á Suðureyri um og eftir páskana. Þá má líklega sjá bregða fyrir þekktum andlitum á eyrinni, eins og t.d. Pálma Gests, Elvu Ósk og Elfari Loga.
Páskamót í blaki verður í íþróttahúsinu Föstudaginn langa. Sjá nánar í frétt hér fyrir neðan.
Kveðja
Róbert Schmidt
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Af mbl.is
Innlent
- Augu almannavarna á mikilvægum innviðum
- Hraun fór yfir Grindavíkurveg
- Él á Norður- og Austurlandi
- Sáu eldgosið brjótast út frá Snæfellsnesi
- Búseta skortir byggingarlóðir
- Gosið gæti varað lengur: Meiri fyrirstaða í gosrásinni
- Erlendir miðlar greina frá tíunda gosinu
- Beint: Eldgos hafið við Stóra-Skógfell
Erlent
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.