21.2.2009 | 19:03
Blótið að bresta á
Það er búið að vera mikið að gera hjá húsnefnd Góugleðinnar á Suðureyri í dag en "generalprufan" var í gærkveldi hjá körlunum sem halda blótið að þessu sinni. Þegar undirritaður mætti í Félagsheimili Súgfirðinga uppúr hádegi var húsnefndin að klára sitt verk. Á milli kl 15.00 og 16.00 í dag mætti fólk með trogin sín uppfull af þorramat sem var síðan raðað á langborðin. Um 180 manns voru skráðir á blótið en einhver afföll vegna veikinda hafa verið og því lækkaði fjöldinn niður í um 165 manns síðast þegar vitað var.
Mikil eftirvænting er hjá mörgum íbúum Súgandafjarðar ásamt brottfluttum að hittast og gleðjast í kvöld en þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem þorrablót er haldið í Félagsheimili Súgandafjarðar. Samstarfshópur heimamanna lagði mikla sjálfboðavinnu í endurbætur á FSÚ sl vikur og lítur húsið glæsilega út í dag.
Á förnum vegi í dag hitti ég Guðmund Óskar Hermannsson sem var á rúntinum með Magga Sigga og Ómari Þórðar. "Jú, þetta leggst vel í okkur," sagði Gummi eldhress að vanda og brosti útum bílgluggann. Fjölmargir brottfluttir eru mættir í fjörðinn enda ávalt mikil gleði á þorra- og góublóti Súgfirðinga.
Meira um blótið strax eftir helgina.
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 19:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.