Leita í fréttum mbl.is

Blótið að bresta á

Það er búið að vera mikið að gera hjá húsnefnd Góugleðinnar á Suðureyri í dag en "generalprufan" FSUvar í gærkveldi hjá körlunum sem halda blótið að þessu sinni. Þegar undirritaður mætti í Félagsheimili Súgfirðinga uppúr hádegi var húsnefndin að klára sitt verk. Á milli kl 15.00 og 16.00 í dag mætti fólk með trogin sín uppfull af þorramat sem var síðan raðað á langborðin. Um 180 manns voru skráðir á blótið en einhver afföll vegna veikinda hafa verið og því lækkaði fjöldinn niður í um 165 manns síðast þegar vitað var.

Mikil eftirvænting er hjá mörgum íbúum Súgandafjarðar ásamt brottfluttum að hittast og gleðjast í kvöld en þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem þorrablót er haldið í Félagsheimili Súgandafjarðar. Samstarfshópur heimamanna lagði mikla sjálfboðavinnu í endurbætur á FSÚ sl vikur og lítur húsið glæsilega út í dag.

Á förnum vegi í dag hitti ég Guðmund Óskar Hermannsson sem var á rúntinum með Magga Sigga ogMaggi, Gummi og Omar Ómari Þórðar. "Jú, þetta leggst vel í okkur," sagði Gummi eldhress að vanda og brosti útum bílgluggann. Fjölmargir brottfluttir eru mættir í fjörðinn enda ávalt mikil gleði á þorra- og góublóti Súgfirðinga.

Meira um blótið strax eftir helgina.

Kveðja

Róbert 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband