Leita í fréttum mbl.is

Stuðeyri kosið Sæluhelgarlag Suðureyrar 2009

Ævar Einarsson, “mansapabbi” og Sturla Páll Sturluson efndu til kosninga um sæluhelgarlag fyrir komandi2 Sæluhelgi á Suðureyri en tvö lög voru send inn í keppnina sem er árlegur viðburður. Súgfirðingar fjölmenntu í kaffisal FSÚ kl 18.00 í dag og fengu að hlusta á lögin og lagatextunum var dreift á alla sem mættu. Því næst fengu gestirnir að kjósa um lögin Stuðeyri (A) og Fjör á Sæluhelgi (B). Kosningin var tvísýn en bæði lögin fengu 14 atkvæði og þurftu þeir Ævar og Sturla Páll að skera úr um eitt vafa atkvæði sem 3var lítið a á blaði og sigraði lagið Stuðeyri því keppnina með eins atkvæða mun.

Höfundur lags og texta er “Gromsarinn” eða Hálfdán Bjarki Hálfdánarson en hann söng einnig lagið. Hákon er söngvari í hljómsveitinni Kraftlyfting sem t.d. spilaði á síðasta Góufagnaði á Suðureyri.

STUÐEYRI

1Klikkað kassabílarall
kófsveitt Sæluhelgarball
kemst í stuðið meðan ligg ég í baði
Á Sjöstjörnu ég sælu fæ
svölum Suðureyrarbæ
senn ég þurrka mér og klæði með hraði 

Tíminn líður, leigarinn bíður
það voru boruð göng, og leiðin er ekki svo löng
ég verð að fara, af því bara
á Suðureyri, ég verð að 

koma mér á Sæluhelgina
kreista í mig rauðvínsbelgina
stuðið það á lögheimili hér
verð að komast beint á sælujötuna
og þó ég æli á götuna
þá fyrirgefa Súgfirðingar mér

Húsmæðraboltinn heillar mig
held það sama gildi um þig
heldri konur hver á annarri níðast
Skothól gengið skal nú á
skelfilegt að segja frá
skömm að því hvað ég var latur síðast 

Vil fá meiri, Suðureyri
hætt hefur nú anda, vindurinn hér á Súganda
sólin gyllir, Spillir spillir
Suðureyri, ég verð að 

koma mér á Sæluhelgina... 

Söngvarakeppni sigra vil
sénslaust er það hér um bil
sextánda sætið ég þigg með þökkum
Mansakeppnin magnast brátt
má ég ekki taka þátt
mér er sagt að hún sé ætluð krökkum

Mansavinir, og allir hinir
koma á Sæluna, og ég læt ganga dæluna
um Suðureyri, því ég heyri
að hér er stuðið, ég verð að 

koma mér á Sæluhelgina...


Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já frábært og til hamingju með sæluhelgarlagið. Nú er maður spenntur að heyra

Vala (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 15:57

2 identicon

Frábærlega skemmtilegur texti! Bíd spennt eftir ad heyra lagid sem mun klárlega kitla spenningin fyrir Sæluna í ár!

Emma Ævarsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband