6.5.2009 | 17:40
Blakfélagið Skellur með gull og silfur
Íslandsmót öldunga í blaki fór fram á Seyðisfirði og Egilstöðum um s.l. helgi en Blakfélagið Skellur mættu með fjögur lið til leiks. Mótið var það fjölmennasta frá upphafi, með 108 lið skráð. A lið kvenna lék frábærlega og unnu yfirburðasigur í sinni deild og hlutu að verðlaunum gullmedalíur og bikar enda unnu þær sig upp í 5. deild á mótinu. Ekki gekk eins vel hjá B liði kvenna sem féllu niður í 8. deild þrátt fyrir harða baráttu og viljastyrk.
Karlalið Skells mættu með tvö lið og hafnaði A liðið í silfursætinu og færast þeir því upp í 4. deild. B lið karla sem bar nafnið Rassskellur voru rassskelltir en það lið var blandað Tálknfirðingum og Ísfirðingum. Þrír Súgfirðingar voru í þessum liðum. Arnar Guðmundsson og Oddur Hannesson voru í A liði karla með silfrið um hálsinn og Þorgerður Karlsdóttir í A liði kvenna með gullið,- að sjálfsögðu.
Til hamingju með frábæran árangur
Kveðja
Róbert
Karlalið Skells mættu með tvö lið og hafnaði A liðið í silfursætinu og færast þeir því upp í 4. deild. B lið karla sem bar nafnið Rassskellur voru rassskelltir en það lið var blandað Tálknfirðingum og Ísfirðingum. Þrír Súgfirðingar voru í þessum liðum. Arnar Guðmundsson og Oddur Hannesson voru í A liði karla með silfrið um hálsinn og Þorgerður Karlsdóttir í A liði kvenna með gullið,- að sjálfsögðu.
Til hamingju með frábæran árangur
Kveðja
Róbert
Flokkur: Bílar og akstur | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.