10.5.2009 | 15:21
Fyrsta lúða sumarsins
Fyrsta lúða sumarsins hjá Fisherman kom á land í gær, laugardag, en það var Þjóðverjinn Julius Drewes
sem setti í 15 kg lúðu í Kantinum sem mældist 112 sm löng. Þetta var fyrsta lúða Juliusar á ferlinum en hann starfar sem sjóstangaveiðileiðsögumaður hjá fyrirtækinu og er staðsettur á Flateyri. Julius var í sinni fyrstu sjóferð sumarsins þegar hann fékk lúðuna á og var að vonum kátur yfir fengnum þótt lúðan hafi ekki verið stór. Áhöfnin setti í nokkra væna þorska yfir 10 kg og var aflinn ágætur. Það verður spennandi að fylgjast með komandi sjóstangavertíð á Suðureyri og Flateyri í sumar.
Myndin var tekin skömmu eftir að Julius setti í lúðuna.
Ljósmynd: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022

Myndin var tekin skömmu eftir að Julius setti í lúðuna.
Ljósmynd: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
Flokkur: Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:24 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.