Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
28.5.2009 | 19:08
Siggi á Lukku Ís með 88 kg stórlúðu
Haukalóðirnar leggur hann á ákveðna bletti sem hafa gefið stórlúður og svo er líka gott að prófa nýja staði. Venjulega eru lóðirnar látnar liggja í nokkra daga áður en þær eru dregnar. Beitt er ýsu, smáþorski og ufsa. Stórlúður eru utan kvóta og þess má geta að kílóverð á fiskmörkuðum sl daga og vikur hefur verið frá 500 til 1000 kr en verðið hækkar svo um munar þegar lúðan er komin í verslanir, því samkvæmt heimildum frá Nóatúni er kílóverð á stórlúðu á 2500 kr.
Kveðja
Róbert Schmidt
Ljósmynd: Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt 2.6.2009 kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 18:49
Stefán Már skákaði litla bróður
Hið árlega skólaskákmót var haldið í Grunnskóla Suðureyrar s.l. sunnudag en það var Jóhannes Aðalbjörnsson sem hafði umsjón með skákmótinu. Bræðurnir Daði Freyr og Stefán Már Arnarssynir voru efstir að loknu móti með 6 vinninga hvor og þurfti því aukaskák til að knýja fram úrslit. Stefán og Daði tefldu af miklu öryggi en það mátti greina eitt og eitt bros á milli leikja og greinilegt að þeir tóku skákina alvarlega en samt í léttum dúr.
Að lokum skákaði Stefán Már yngri bróðir sínum og hafði sigur í úrslitaskákinni. Magnús Jónsson skólastjóri afhenti Stefáni bikarinn góða en bikarinn hefur víst verið á heimili þeirra bræðra á Hjallaveginum því elsti bróðir þeirra, Ívar Örn, sigraði 5 sinnum á skólaskákmótum hér á árum áður en Stefán var að sigra bikarinn í 4 sinn, þannig að samanlagt hefur bikarinn góði verið á Hjallaveginum í 9 ár. Svo er spurning hvort Daði Freyr komi ekki inn sterkari að ári og leggi stóra bróður að velli!
Kveðja
Róbert
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2009 | 18:34
Þóra Þórðardóttir kveður kennslustarfið eftir 47 ár
Grunnskóli Suðureyrar stóð fyrir árlegri skólasýningu s.l. sunnudag þar sem verk nemenda frá liðnum vetri voru sýnd gestum og gangandi. Haldið var skólaskákmót og boðið uppá nýbakaðar vöfflur og drykki. Óðinn Gestsson afhenti, fyrir hönd foreldra og nemenda, Þóru Þórðardóttur blómvönd og gjöf í tilefni þess að Þóra er nú að ljúka 47 ára starfi sem kennari og leiðbeinandi í Súgandafirði. Þóra, sem verður sjötug í ár, hóf kennslu árið 1962 og tók sér síðan 3ja ára barneignarfrí en hélt svo áfram alveg til dagsins í dag. Þóra byrjaði barnakennslu við Grunnskóla Suðureyrar 1981.
Óðinn flutti ávarp og þakkað Þóru fyrir uppbyggjandi og óeigingjarnt starf sem ófáir Súgfirðingar hafa notið í gegnum áratugina. Þóra þakkaði fyrir sig og segist kveðja með söknuði eftir allan þennan skemmtilega tíma sem hún hefur átt með börnunum en þau eru framtíðin og þess vegna þarf að leggja grunninn vel og vandlega fyrir þau og umfram allt að hafa lífið skemmtilegt. Það sem einkenndi kennsluaðferðir Þóru til barnanna var sköpunargleði, sjálfstæði og leikur að sögn Magnúsar Jónssonar skólastjóra sem jafnframt þakkaði Þóru fyrir frábært starf í þágu skólans og nemenda.
Kveðja
Róbert
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.5.2009 | 21:46
Bobby bátarnir raða inn stórlúðunum
Ljósmynd: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert
21.5.2009 | 14:16
Veiddu 184 sm lúðu
Það voru mikil fagnaðarlæti um borð og lúðan spriklaði um allan bát og um tíma héldum við að hún ætlaði inn í stýrishúsið. Þar með lauk styðstu sjóferð okkar "gædana" en veiðitíminn var um 5 mínútur en það tók 1,5 tíma að ná lúðunni inn fyrir. Lúðunni var síðan landað á Suðureyrarhöfn og mældist hún 184 sm að lengd, 95 sm að breidd og vó 77 kíló. Julius hirti sporðinn og ætlar að láta þurrka hann en restinni af lúðunni var seld á fiskmarkað. Þetta er önnur lúða Juliusar á stuttum tíma en hann fékk 112 sm lúðu (15 kg) fyrir tveimur vikum á svipuðum slóðum. Einnig veiddu sænskir veiðimenn frá Suðureyri 31 kg lúðu sem mældist 140 sm að lengd fyrir viku síðan.
Óhætt er að segja að "lúðuæði" hafi gripið um sig á meðal þeirra erlendu veiðimanna sem komu vestur til Suðureyrar og Flateyrar í gær og nú eru þeir allir staðsettir í Kanntinum að reyna við fleiri stórlúður en spakir menn segja að þessi árstími sé bestur til stórlúðuveiða.
Ljósmynd: Elías Guðmundsson
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 23:04
Mokveiði á steinbít á sjóstöngina
Meðfylgjandi myndir tók undirritaður þegar einn hópurinn var að landa góðum afla af steinbít á Suðureyrarhöfn.
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
16.5.2009 | 17:43
Súgandafjörður í öllum sínum skrúða
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2009 | 15:15
Múrað í sumarblíðunni
Í kvöld verður "slútt" hjá "Hömrunum" en þá verður grillað og skálað fyrir löngu og ströngu sjálfboðaliðsstarfi við Súgfirðingasetrið. Þessir drengir eiga heiður skilið fyrir þeirra framlag sem eflaust telur á nokkrum milljónum króna í vinnuframlag. Þeir Súgfirðingar sem vilja nýta sér þekkingu þessara manna er bent á að hafa samband við Sigurþór Ómarsson en bæði Hjalti og Steini eru faglærðir og hörkuduglegir og án efa sanngjarnir í samningum. Arnar Guðmunds nýtti sér "Hamrana" og fékk þá til að lagfæra tröppurnar hjá sér í dag, þannig að eflaust eiga einhverjir heimamenn eftir að fylgja eftir til framkvæmda og þá er um að gera að hafa samband við strákana. Þeir hafa bæði tíma og þekkingu til húsaviðgerða.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 10:06
64 ára veiðimaður veiddi 140 sm lúðu
Þetta er fyrsta lúða sumarsins sem veiðist á Bobby bát frá Suðureyri en í síðustu viku veiddist 15 kg lúða á Bobby bát frá Flateyri sem mældist 112 sm löng. Menn telja að lúðurnar séu farnar að skríða upp að landgrunninum því áhöfnin á Báru ÍS (Oddur Hannesar og Bjarni Karls) fengu þrjár lúður á línuna fyrir fáeinum dögum sem voru í kringum 25-35 kg að þyngd.
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 18:31
Landgangurinn féll í smábátahöfnina
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)