Leita í fréttum mbl.is

Stórskata á hafnarvigtinni á Bóndadaginn

Þeir voru þjóðlegir karlarnir á Suðureyri í tilefni Bóndadagsins í dag, þá skelltu þeir Ævar Einars og 5Valli Hallbjörns stórskötu í pottinn á hafnarvigtinni og buðu til veislu. "Stórskatan er mun betri en tindabikkjan. Hún er saltari og sætari," segir Ævar en hann og Valli hafa verið að gera tilraunir með verkunaraðferðir á stórskötunni en hún er bæði söltuð og kæst. Soðnar kartöflur, flot og hvítlauksolía var í meðlæti en Ævar segir að það sé gott að hafa hvítlauksolíu með skötunni.

"Sjálfur Úlfar Eysteins hafði samband við mig nýverið um hvernig ætti að meðhöndla stórskötuna og það er greinilegt að hún er orðin vinsæl víðar en hér á Súganda," segir Ævar stoltur. Nokkrir hressir karlar kíktu við og fengu sér á diskinn og líkaði vel. Meira segja menn sem aldrei borða skötu fengu4 sér á diskinn. Farið var yfir veðurspá
helgarinnar og sagðar sögur úr beitingaskúrunum hér í gamla daga en þar beittu margir merkir menn sem lífguðu uppá mannlífið á eyrinni.

Flott framtak hjá Ævari og Valla að elda stórskötu í tilefni Bóndadagsins en þeir hafa gjarnan haldið skötuveislur í gegnum árin við frumlegar aðstæður hér og þar á Suðureyri. Um aðra helgi verður haldið Þorrablót í Félagsheimili Súgfirðinga (laugard 30. jan) og æfir kvenpeningurinn skemmtiatriðin stíft enda sleppa fáir þorpsbúar úr klóm kómedíunnar þegar 6fjörið hefst.

Til hamingju með Bóndadaginn

Robbi Schmidt7
Ljósmyndir: R.Schmidt


Súgfirðinga-hittingur á Spot 18. des

Kæru Súgfirðingar og aðrir Vestfirðingar, party

Efnt er til Súgfirðinga-hittings á skemmtistaðnum SPOT að Bæjarlind 6 í Kópavogi föstudagskvöldið 18. desember kl 22.00 Tilefnið er að hittast og faðma hvort annað í kreppunni og gleðjast yfir því að vera Súgfirðingur. Kærleikurinn mun svífa yfir svæðinu og allir fá ókeypis JÓLAKNÚS.


Þetta kvöld er svokallað BOOGIE NIGHTS á SPOT þar sem Siggi Hlö & Co spila 80's lögin af miklum krafti langt fram á nótt. Dustið rykið af dansskónum og fjölmennið á Súgfirðinga-hittinginn á SPOT nk föstudagskvöld.

Með Súgfirðinga-kveðjum

 

Robbi Schmidt & Sigurþór Ómars


Fengu 148 kg stórlúðu

Súgfirðingurinn, Þröstur Karls frá Bæ, Þráinn Þór og Gummi El Strandamaður með meiru, settu í þessa 148 kg Storludastórlúðu í gærdag en þeir eru á lúðuveiðum djúpt úti á Reykjaneshrygg eða um 100 sjómílur frá landi á 15 tonna dalli sem skráður er í Djúpuvík og heitir Flugaldan ST. Lúðan er sú stærsta sem þeir félagar hafa veitt í sumar en hún mældist 215 sm að lengd. Báturinn er búinn að veiða, það sem af er sumri, rúm 11 tonn af stórlúðu og fáein tonn af aldamótkarfa sem vigta frá 10-16 kg hver. Það er því óhætt að segja að þessir veiðimenn eru ekki að fást við neina smátitti þarna úti.

Á myndinni eru þeir Þröstur og Þráinn Þór með lúðuna vænu.

Kveðja

Róbert Schmidt

Snjór í miðjum hlíðum

Rótgrónir Súgfirðingar láta sér ekki bregða þótt gráni í fjöll í júní og júlí en aðrir gapa af undrun og 2spyrja sig hvort sumarið sé búið. Vestfirðingar vöknuðu upp í morgun með snjó niður í miðjar hlíðar en í dag hefur rignt talsvert og snjóinn því tekið upp að miklu leiti. Veðurfræðingar voru búnir að spá snjókomu til fjalla og á hálendi landsins og þeir sem fylgjast með veðurfréttum vissu vel að það myndi snjóa. Spáin er góð yfir helgina, hæglætis veður og það styttir upp í nótt, hiti 5-10 stig. Við skulum vona að haustlægðirnar bíði aðeins þar til sumrinu lýkur :)1

Nýjar myndir voru að bætast við sem teknar voru sl laugardag í Borni Súgandafjarðar. Hægt er að skoða þær á myndasíðunni.

Kveðja

Róbert Schmidt
Ljósmyndir: R.Schmidt

 

 

 

                                                                      
4


Á stórlúðuveiðum á 440 faðma dýpi

Þröstur Karlsson frá Bæ í Súgandafirði hefur verið á stórlúðuveiðum í sumar á 15 tonna plastbáti sem 6heitir Flugaldan ST-54 sem er í eigu Strandamannsins Gumma El en báturinn er skráður í Djúpuvík en gerður út frá Akranesi. Þeir félagar eru á lúðuveiðum djúpt út frá Reykjanesi eða um 100 sjómílur frá landi en fáir bátar hérlendis gera sérstaklega út á stórlúðuveiðar. Reyndar hefur Ólafur Einarsson (sonur Einars Óla) róið á þessi mið í nokkur ár með góðum árangri. Svona sjóferðir taka 3-5 daga en stímið á miðin tekur drjúgan tíma. Þröstur og félagar eru vel útbúnir til veiðanna enda lúðurnar ansi vænar eða frá 30 til 110 kg flykki. Þröstur segir að lúðurnar séu minni í ár en í fyrra en þá fengu þeir mikið af 30-50 kg lúðum. Dýpið sem línan er lögð á er á bilinu 200-440 faðmar en færið getur stundum farið niður á 550 faðma dýpi og er línan beitt jafnóðum og hún er dregin inn.

Einnig hafa Þröstur og félagar verið að fá góðan afla af “aldamótakarfa” eða um tvö kör í ferð þegar mest aflast sem er um 800-900 kg. Karfarnir eru á bilinu 10-16 kg að þyngd og mælast 80-90 sm að lengd sem er ekkert smáræði. “Við reynum að hanga eitthvað á þessu fram eftir hausti, fer bara eftir ástandinu og sölumöguleikunum. Hér hafa verið nokkrir bátar á lúðuveiðum í sumar, þrír af1 sömu stærð og okkar bátur, einn 30 tonna bátur, tveir 150 tonna bátar og tveir frá Færeyjum. Núna erum við bara einir eftir ásamt stóra bátnum Suprise frá Hafnarfirði,” sagði Þröstur.

Verð á stórlúðunni hefur verið best á Bretlandsmarkaði en þeir prófuðu að selja á markað í Danmörku en þar fengu þeir aðeins fjórðungi lægra verð fyrir kílóið. Stórlúða er utankvóta fiskur og þarf sérstakar línur og króka til þeirra veiða. Sumarið 2008 gaf 6-8 tonn af bátinn en það sem af er þessu sumri eru komin tæp 11 tonn af stórlúðu. Það ríkir ætíð mikill ævintýrabragur yfir stórlúðuveiðum en það þykir happafengur mikill ef sjómenn fá stórlúður á handfæri 5eða línu hér við land. Margar lúður sem dregnar hafa verið á handfæri
hafa verið á þriðjahundrað kíló að þyngd og það eru alvöru stórlúður. Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir frá þessum veiðiskap sem Þröstur tók í sumar.

Kveðja

Róbert Schmidt

2

7

                                                                                            

 

 


Framkvæmdastjóri óskast

Hollvinasamtök Félagsheimilis Súgfirðinga “HOFSÚ” auglýsa eftir aðila til þess að halda utanum rekstur FSÚ.  HOFSÚ gerði nýverið rekstrarsamning við eigendur FSÚ til þriggja ára. Þar skuldbindur HOFSÚ fólk til þess að reka FSÚ og jafnframt að vinna að endurbótum hússins. Eitt af þeim markmiðum sem stjórn HOFSÚ hefur sett sér er að fram fari a.m.k einn viðburður í hverjum mánuði í FSÚ. Til þess að svo megi fara þurfum við á einstaklingi að halda sem að heldur utanum starfið. 

Kröfur sem að stjórn HOFSÚ gerir til þessa einstaklings er að hann sé jákvæður Súgfirðingur sem vill taka að sér starfið meira af hugsjón en það að það verði lifibrauð viðkomandi. Ekki verður um að ræða miklar launagreiðslur, nema að tilkomi miklar tekjur úr rekstrinum, semsagt árangurstengt. Þá mun þessi einstaklingur vinna með stjórn HOFSÚ að þeim uppbyggingaráætlunum sem fyrirhugaðar eru á næstu árum.  

Áhugasamir aðilar eru vinsamlegast beðnir um að setja sig í samband við Óðinn Gestsson formann stjórnar HOFSÚ til skrafs og ráðagerða um starfið. Annaðhvort í símann minn 8922482 eða þá með rafpósti á odinn@icelandicsaga.is 

Fh stjórnar HOFSÚ
Óðinn Gestsson.    

Sólrík Sæluhelgi að baki

Það er óhætt að fullyrða að sólríkt hafi verið á Sæluhelgi á Suðureyri sem lauk s.l. sunnudag. Hátíðin14 tókst frábærlega vel enda vel skipulögð af Mansavinum, Ævari Einarssyni & Co og ber að þakka þeim sérstaklega fyrir undirbúning, skipulagningu og framkvæmd hátíðarinnar sem var sú tuttugasta og önnur að þessu sinni. Óábyrgar tölur herma að á milli 600-700 gestir hafi verið á Suðureyri á laugardeginum. Veðrið lék við alla og má segja að ef þessi litli vindur sem ríkti yfir helgina hefði ekki verið, þá væri margir sólbrenndir í dag.

Sameiginlegt grill var haldið á túnblettinum við Íslandssögu og var þétt setið þar á föstudagskvöldinu. Eftir matinn var farið í ýmsa skemmtilega leiki og síðan var dansleikur um kvöldið. Mansakeppnin var eftir hádegið á laugardeginum en tæplega 100 krakkar skráðu sig til leiks19 en veiðin var frekar dræm að þessu sinni. Markaðstorg var allan tímann í fiskverkunarhúsi Valla við höfnina þar sem hægt var að kaupa heitan mat, nýbakaðar vöfflur, pylsur, hveitikökur, harðfisk, rauðmaga og lopapeysur svo fátt eitt sé nefnt. Farið var í fjallgöngu á Hádegishorn með Önnu Bjarna í fararbroddi en alls tóku 15 manns þátt í henni. Kassabílarallíið var á sínum stað og síðan var stórdansleikur í FSÚ um kvöldið sem var vel sótt.

Sunnudagurinn fór vel fram enda sólin hátt á lofti. Sleggjukast karla og kvenna, húsmæðrafótbolti á Sjöstjörnunni, söngvarakeppni og verðlaunaafhending fyrir snyrtilegustu eignina og garðana á Suðureyri veitt. Húsbílar, fellihýsi, tjaldvagnar og tjöld voru víða 56um eyrina alveg fram yfir helgina. Margir fóru í sundlaugina eða gáfu öndunum brauð á tjörninni. Börnin léku sér allan daginn í hoppuköstulunum og að endingu var kveikt á 22 blysum á hafnargarðinum og Sæluhelginni lokað formlega við dynjandi lófaklapp gesta.

Myndum hefur verið hlaðið inn í sérstakt albúm merkt "Sæluhelgin 2009"

Kveðja

Róbert Schmidt
Ljósmyndir: Róbert Schmidt


Dagskrá Sæluhelgar

Föstudagurinn 10. júlí:

13:00-18:00 Handverkshúsið Milli fjalla opið fyrir gesti og gangandi.
17:00-18:00 Skothólsganga 11 ára og yngri. Mæting á Sjöstjörnunni.
17:00-18:00 Þorpsganga undir leiðsögn Jóhanns Bjarnasonar. Saga húsa og bæjarins rifjuð upp.
19:00-22:00 Fjölskylduhátíð og grill á Freyjuvöllum. Opnunarræða, kynning á Sæluhelgarlaginu, hattakeppni, gjarðaskopp, yfirdráttur, kossakeppni 13-17 ára og verðlaunaafhending. Mansavinir hvetja fólk að virkja ímyndunaraflið í hattagerðinni.
23:00-03:00 Stórdansleikur í FSÚ þar sem hljómsveitin Kraftlyfting heldur uppi rífandi stemmingu fram á morgun.

Laugardagurinn 11. júlí:

12:30-13:00 Skráning í Mansakeppni og kajakróður.
13:00-15:00 Íslandsmeistaramót í kajakróðri (10 km) og Jarlsróðurinn.
13:00-16:00 Handverkshúsið Milli fjalla opið fyrir gesti og gangandi.
13:10-13:40 Tuttugasta og önnur Mansakeppnin, 12 ára og yngri.
14:00-15:30 Kassabílarallý, kleinu- og harðfiskkeppni. Verðlaunaafhending. Sölutjöld verða á höfninni, seldur verður matur og drykkir.
15:00-18:00 Fjallganga fyrir fullorðna á Hádegishorn undir leiðsögn Önnu Bjarna. Mæting á Sjöstjörnu.
16:00-17:00 Æfing fyrir söngvarakeppnina í kaffisal Íslandssögu.
17:00-19:00 Fjósið í botni verður opið gestum og gangandi.
20:00-21:00 Barnaball með hljómsveitinni Kraftlyftingu.
21:00-22:00 Tónleikar með unglingahljómsveitinni Brot.
22:00-03:00 Sælukráin í FSÚ. Tónlistarkvöld, þar sem m.a. ungt og efnilegt tónlistarfólk treður upp s.s. Emma Ævarsdóttir, Eyrún Arnarsdóttir og Elín Sigurðardóttir. Hljómsveitin Heimabruggið.

Sunnudagurinn 12. júlí:

13:00-16:00 Handverkshúsið Milli fjala opið fyrir gesti og gangandi.
13:00-17:00 Sæluhátíð við Bryggjukot. Markaðstorg, kaffisala Ársólar, sleggjukast, hinn rómaði húsmæðrafótbolti, söngvarakeppni og verðlaunaafhending. Umhverfisverðlaun verða veitt fyrir snyrtilegustu eignirnar og garðana í Súgandafirði.
17:00 Sæluslútt með viðeigandi elddansi.

Leiktæki og hoppukastalar fyrir börn og unglinga verða á svæðinu alla Sæluhelgina.

Kynning á nýju Sæluhelgarlagi eftir Hálfdán Bjarka Hálfdánsson.

Sæluhelgarmerkið (kr. 1000) veitir aðgang að öllum dagskrárliðum og leiktækjum yfir Sæluhelgina, nema stórdansleik á föstudagskvöldið.

Sæluhelgardiskur með 10 eldri Sæluhelgarlögum verður seldur yfir Sæluhelgina ásamt merktum könnum og pennum.

Íþróttafélagið Stefnir verður með pylsusölu yfir Sæluhelgina.

Sjáumst á Sælu

MANSAVINIR

Myndir frá Sumarhátíð 2009

Var að setja inn nýjar myndir frá Sumarhátíð Súgfirðingafélagsins sem var haldin í Miðdal um sl helgi.
Kveðja

Róbert

Framkvæmdargleðin í hámarki á Suðureyri

Eins og íbúar og gestir Suðureyrar hafa tekið eftir, þá ríkir hér mikil framkvæmdargleði því Blokkinvinnupallar eru víða um kauptúnið og hamarshöggin bergmála í fjöllunum alla daga. Allt byrjaði þetta með Súgfirðingasetrinu en sjálfboðaliðar tóku húsið algerlega í gegn að utan, settu nýtt þak á og lagfærðu múrhúð að utan og síðan var húsið málað. Vinnupallarnir fóru ekki langt, heldur yfir í næsta hús, Aðalgötu 16, sem er gamla Suðurver og er í eigu Elíasar Guðmundssonar. Skipt var um þakjárn á húsinu og sett ný múrklæðning yfir gamla efnið. Snorri Sturluson lét þá Spýtu-menn fjarlægja strompinn af sínu húsi fyrst þeir voru þarna í grenndinni. Nú er verið að leggja lokafrágang á klæðningu á Aðalgötu 21, efri húsgafli Ásu Friðbertar. Adalgata

Túngötu-blokkin er nú umvafin vinnupöllum en Ísafjarðarbær ræðst þar í miklar framkvæmdir með því að skipta um gler, lagfæra múrhúð o.fl enda ekki þörf á. Síðan er hann Ebbi mættur vestur með hamarinn sinn ásamt Steina vini sínum en þeir ætla að skipta um þakjárn á Hlíðarvegi 5 sem er húsið hans Steina Imbu. Það verk mun taka vel á annan mánuð að sögn Ebba sem var hinn hressasti þegar ég hitti hann um helgina. Einnig er verið að helluleggja gangstétt við Félagsheimili Súgfirðinga og Hvíldarkletts sem mun ná alveg út að bílastæðinu fyrir framan Súgfirðingasetrið. Grétar Eiríksson er nýfarinn frá Suðureyri en hann og sonur hans ásamt Burkna smið skiptu um húsgaflinn sem snýr út að Skólagötunni. Það verk tók þá rúma viku.Brekkustigur

Ekki má gleyma Brekkustíg 7 (Sæluhelgarhúsið svokallaða) en það hús ætlar Elías Guðmundsson að byggja upp frá grunni og bætir öðru húsi við Brekkustíginn að ofanverðu. Áætlað er að það verk klárist á næsta ári. Eins og upptalningin sýnir hér glögglega, þá er óhætt að fullyrða miðað við íbúafjölda Suðureyrar að framkvæmdargleðin er hér í hámarki og líklega sú mesta á landinu eins og sakir standa. Meðfylgjandi myndir tók undirritaður sl daga og vikur sem sýnir að hér skortir ekki verkefni né vinnu.


Kveðja
Steini Imbu
Róbert
Ljósmyndir: Róbert Schmidt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband