Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
27.2.2009 | 10:55
Grímudansleikur á Suðureyri
Miðvikudaginn 25. Feb. stóð Íþróttafélagið Stefnir og Foreldrafélag Grunnskólans fyrir árlegu maska-dansleik í Fsú. Að vanda mættu margar furðuverur á dansleikinn þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni og síðan stiginn dans á eftir. Aðstandendur voru sammála um að í ár hefði þátttakan verið óvenju góð og búningar barnanna verið vandaðir og ljóst að margir höfðu lagt á sig mikla vinnu við gerð búninganna. Þegar dansleiknum lauk gengu börnin í hús á Suðureyri og sungu fyrir heimamenn. Að launum fengu þau eitthvað gott nammi frá húsráðendum. Það voru því mörg börn sem sofnuðu þreytt þetta kvöldið, með leifar af málningunni enn í andlitinu og létu sig dreyma um fullan nammipoka sem biði þeirra næstu dag.
Kveðja
Sturla Páll Sturluson
Suðureyri
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2009 | 17:24
Fisherman á fullu í fisksölu á Netinu
Að sögn Elíasar Guðmundssonar framkvæmdarstjóra Hvíldarkletts sem rekur Fisherman vörumerkið, hefur salan gengið vonum framar. Þetta hefur farið skemmtilega vel af stað og gaman að segja frá því hvernig verkefnið kom til. Íslandssaga hefur verið að framleiða fisk fyrir okkar veiðimenn til að taka með heim að lokinni veiðiferð. Fyrir mistök var of mikill lager til í lok sumars og við höfðum ekki efni á að liggja með stóran fisklager þegar aðgangur að fjármagni var enginn. Jóhanna, konan mín, byrjaði á því að setja inn umræðu á barnaland.is um að hún gæti útvegað ódýran fisk í kreppunni. Viðbrögðin voru svo mögnuð að nú eru sjö framleiðendur á Vestfjörðum að framleiða vörur sem seldar eru á www.fisherman.is
Fyrirtækið vinnur nú að frekari þróun á þessu skemmtilega verkefni og er um þessar mundir að opna aðstöðu í Kópavogi til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Stolt Vestfirðinga er stórbrotin náttúra, gjöful fiskimið og aldagömul matvælahefð tengd fiski. Fisherman vill koma því á framfæri og hjálpa fólki að upplifa þessi miklu lífsgæði sem Vestfirðingar bjóða uppá, segir Elías og er bjartsýnn á framhaldið.
Kveðja
Róbert
23.2.2009 | 21:10
Frábær Góufagnaður á Suðureyri
Eins og flestir Súgfirðingar vita, þá var haldinn Góufagnaður á Suðureyri sl laugardagskvöld, 21. febrúar í Félagsheimili Súgfirðinga. 165 manns sátu matinn og fylgdist með skemmtiatriðum að loknu borðhaldi í boði "Góukarla" sem voru í einu orði sagt frábær. Magnús Jónsson skólastjóri setti Góufagnaðinn og Þröstur Óskarsson flutti minni Íslands, Ómar Þórðarson flutti minni Súgandafjarðar og Sigurður Þórisson flutti minni kvenna. Snorri Sturluson sá um kveðskapinn en hann samdi að venju fyrriparta sem blótsgestir botnuðu úr sal. Guðni Einarsson sá um fjöldasöng sem var hressilegur að vanda. Húsnefndin vann vel sín störf og fór vel um gesti.
Skemmtiatriðin voru sérlega fjölbreytt og greinilega miklar æfingar að baki. Það var farið vítt og breytt um í gleðinni og mikið sungið og hlegið eins og sjá má á myndunum sem undirritaður hefur sett í myndasafnið hér á síðunni. Í alla staði tókst þessi Góufagnaður frábærlega og eiga góukarlar heiður skilið og miklar þakkir fyrir óeigingjarnt starf.
Látum myndirnar tala sínu máli, þær segja meira en þúsund orð.
Það eru vinsamleg tilmæli til lesenda síðunnar að virða höfundarrétt ljósmynda og afrita þær ekki nema með leyfi höfundar.
http://sudureyri.blog.is/album/goufagnadur_21_feb_2009/
Kveðja
Róbert Schmidt
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
Bílar og akstur | Breytt 24.2.2009 kl. 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.2.2009 | 19:03
Blótið að bresta á
Það er búið að vera mikið að gera hjá húsnefnd Góugleðinnar á Suðureyri í dag en "generalprufan" var í gærkveldi hjá körlunum sem halda blótið að þessu sinni. Þegar undirritaður mætti í Félagsheimili Súgfirðinga uppúr hádegi var húsnefndin að klára sitt verk. Á milli kl 15.00 og 16.00 í dag mætti fólk með trogin sín uppfull af þorramat sem var síðan raðað á langborðin. Um 180 manns voru skráðir á blótið en einhver afföll vegna veikinda hafa verið og því lækkaði fjöldinn niður í um 165 manns síðast þegar vitað var.
Mikil eftirvænting er hjá mörgum íbúum Súgandafjarðar ásamt brottfluttum að hittast og gleðjast í kvöld en þetta er í fyrsta sinn í nokkur ár sem þorrablót er haldið í Félagsheimili Súgandafjarðar. Samstarfshópur heimamanna lagði mikla sjálfboðavinnu í endurbætur á FSÚ sl vikur og lítur húsið glæsilega út í dag.
Á förnum vegi í dag hitti ég Guðmund Óskar Hermannsson sem var á rúntinum með Magga Sigga og Ómari Þórðar. "Jú, þetta leggst vel í okkur," sagði Gummi eldhress að vanda og brosti útum bílgluggann. Fjölmargir brottfluttir eru mættir í fjörðinn enda ávalt mikil gleði á þorra- og góublóti Súgfirðinga.
Meira um blótið strax eftir helgina.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 10:42
180 manns skráðir á Góugleðina á Suðureyri
Karlarnir sjá um skemmtiatriðin að þessu sinni en á næsta ári halda konurnar Þorrablót og svo skiptist þetta annað hvert ár. Félagsheimilið hefur fengið sína andlitslyftingu og nú er æft daglega fyrir Góugleðina. Eins og vænta má, verður skotið vinstri hægri á náungann og fáum hlíft við spaugilegu hliðarnar á mannlífinu í Súgandafirði.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 10:35
Og enn fleiri Súgfirðingar
Enn bætast við fleiri Súgfirðingar því Ævar Einarsson og Thitikan Janthawong eignuðust litla stúlku 11. febrúar s.l. á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði. Sú litla vó 4145 gr og mældist 52 sm. Ljósmóðir var Ásthildur Gestsdóttir. Sú litla er nr 7 í röðinni sem fæðist á FSÍ á þessu ári. Ævar og Thitikan fá innilegar hamingjuóskir með litlu prinsessuna.
Kveðja
Róbert
2.2.2009 | 11:37
Súgfirðingum fjölgar
Þann 1. febrúar eignuðust Petra Dröfn Guðmundsdóttir og Leifur Blöndal stúlku sem vó 3595 gr og mældist 51 sm að lengd. Ljósmóðir var Brynja Pála Helgadóttir. Petra er dóttir Gumma Karvels og Gunnýjar en Leifur er sonur Sollu Leifs og Gísla Blöndals.
Nýbakaðir foreldrar fá hér með innilegar hamingjuóskir með dömurnar sínar.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.2.2009 | 10:55
Gekk á Hádegishorn um hávetur
Það kom Einari á óvart hversu mikill og misjafn snjór var á egginni, allt frá skara upp í klofdjúpan snjó og allt þar á milli. Útsýnið var að venju frábært. Við látum fylgja hér með tvær myndir frá stráknum en hann sagðist hafa stillt myndavélina eitthvað vitlaust og urðu myndirnar því nokkuð grófar. Með smá hjálp frá Photo Shop náði undirritaður að lagfæra þær aðeins.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 15:31
Myndir frá Súgfirðingablótinu komnar inn
Áttatíu og fimm myndir eru nú komnar í myndaalbúmið frá þorrablóti Súgfirðingafélagsins í Reykjavík. Gaman væri að fá fleiri myndir sendar ef einhver á. Vinsamlega sendið á robert@skopmyndir.com
Ath að afritun mynda er óleyfileg nema með leyfi höfundar.
http://sudureyri.blog.is/album/orrablot_suganda_2009/
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2009 | 01:07
Fjör á þorrablóti Súgfirðingafélagsins
Fluttir voru fjölmargir botnar við fyrriparta Snorra Sturlusonar en hvert borð valdi fulltrúa sinn til að flytja botnana. Farið var í spurningaleiki og voru spurningarnar allar tengdar heimahögunum. Að lokinni spurningarkeppninni tók Atli Ómarsson gjaldkeri félagsins við og stýrði happadrætti áður en hljómsveitin steig á svið. Nokkrir gestir ávörpuðu samkomuna t.d. Guðrún Ásta Guðjónsdóttir og Oddný Schmidt. Dansað var fram til kl 03 og stóð hljómsveitin sig frábærlega. Ég mun setja myndir frá blótinu hér inn á næstu dögum en fyrst þarf að vinna myndirnar og smækka.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)