21.5.2009 | 14:16
Veiddu 184 sm lúðu
Það voru mikil fagnaðarlæti um borð og lúðan spriklaði um allan bát og um tíma héldum við að hún ætlaði inn í stýrishúsið. Þar með lauk styðstu sjóferð okkar "gædana" en veiðitíminn var um 5 mínútur en það tók 1,5 tíma að ná lúðunni inn fyrir. Lúðunni var síðan landað á Suðureyrarhöfn og mældist hún 184 sm að lengd, 95 sm að breidd og vó 77 kíló. Julius hirti sporðinn og ætlar að láta þurrka hann en restinni af lúðunni var seld á fiskmarkað. Þetta er önnur lúða Juliusar á stuttum tíma en hann fékk 112 sm lúðu (15 kg) fyrir tveimur vikum á svipuðum slóðum. Einnig veiddu sænskir veiðimenn frá Suðureyri 31 kg lúðu sem mældist 140 sm að lengd fyrir viku síðan.
Óhætt er að segja að "lúðuæði" hafi gripið um sig á meðal þeirra erlendu veiðimanna sem komu vestur til Suðureyrar og Flateyrar í gær og nú eru þeir allir staðsettir í Kanntinum að reyna við fleiri stórlúður en spakir menn segja að þessi árstími sé bestur til stórlúðuveiða.
Ljósmynd: Elías Guðmundsson
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2009 | 23:04
Mokveiði á steinbít á sjóstöngina
Meðfylgjandi myndir tók undirritaður þegar einn hópurinn var að landa góðum afla af steinbít á Suðureyrarhöfn.
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
16.5.2009 | 17:43
Súgandafjörður í öllum sínum skrúða
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2009 | 15:15
Múrað í sumarblíðunni
Í kvöld verður "slútt" hjá "Hömrunum" en þá verður grillað og skálað fyrir löngu og ströngu sjálfboðaliðsstarfi við Súgfirðingasetrið. Þessir drengir eiga heiður skilið fyrir þeirra framlag sem eflaust telur á nokkrum milljónum króna í vinnuframlag. Þeir Súgfirðingar sem vilja nýta sér þekkingu þessara manna er bent á að hafa samband við Sigurþór Ómarsson en bæði Hjalti og Steini eru faglærðir og hörkuduglegir og án efa sanngjarnir í samningum. Arnar Guðmunds nýtti sér "Hamrana" og fékk þá til að lagfæra tröppurnar hjá sér í dag, þannig að eflaust eiga einhverjir heimamenn eftir að fylgja eftir til framkvæmda og þá er um að gera að hafa samband við strákana. Þeir hafa bæði tíma og þekkingu til húsaviðgerða.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2009 | 10:06
64 ára veiðimaður veiddi 140 sm lúðu
Þetta er fyrsta lúða sumarsins sem veiðist á Bobby bát frá Suðureyri en í síðustu viku veiddist 15 kg lúða á Bobby bát frá Flateyri sem mældist 112 sm löng. Menn telja að lúðurnar séu farnar að skríða upp að landgrunninum því áhöfnin á Báru ÍS (Oddur Hannesar og Bjarni Karls) fengu þrjár lúður á línuna fyrir fáeinum dögum sem voru í kringum 25-35 kg að þyngd.
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 18:31
Landgangurinn féll í smábátahöfnina
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 18:22
Veðurguðirnir óblíðir prestsetrinu
Strákarnir í Björgunarsveitinni Björgu voru snöggir að loka sárinu til bráðabirgða en búist er við að smiður verði fenginn til að lagfæra klæðninguna endanlega á næstunni.
Ljósmyndir: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert Schmidt
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2009 | 15:21
Fyrsta lúða sumarsins
Myndin var tekin skömmu eftir að Julius setti í lúðuna.
Ljósmynd: Róbert Schmidt
Kveðja
Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 18:59
Hvað er þetta með veðrið?
Myndirnar voru teknar laust eftir hádegið í dag þegar þeir Sigurþór og Hjalti voru að verki.
Kveðja
Róbert
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2009 | 17:40
Blakfélagið Skellur með gull og silfur
Karlalið Skells mættu með tvö lið og hafnaði A liðið í silfursætinu og færast þeir því upp í 4. deild. B lið karla sem bar nafnið Rassskellur voru rassskelltir en það lið var blandað Tálknfirðingum og Ísfirðingum. Þrír Súgfirðingar voru í þessum liðum. Arnar Guðmundsson og Oddur Hannesson voru í A liði karla með silfrið um hálsinn og Þorgerður Karlsdóttir í A liði kvenna með gullið,- að sjálfsögðu.
Til hamingju með frábæran árangur
Kveðja
Róbert