Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Fögnuðu 40 ára brúðkaupsafmæli á Gamlársdag

Hjónakornin Valgerður Hallbjörnsdóttir og Grétar Schmidt áttu 40 ára brúðkaupsafmæli á Gretar og ValaGamlársdag en það var sr Jóhannes Pálmason sem gaf þau saman á Suðureyri á Gamlársdag árið 1968 en þá voru þau bæði 21 árs gömul en höfðu verið saman í 5 ár áður en þau giftu sig. Þau hafa því byrjað saman aðeins 16 ára gömul. Þess má geta að sr Jóhannes bæði skírði, fermdi og gifti Völu og það er nú aldeilis sérstakt verður nú að segjast.

En þau hjónakornin áttu góðan dag því börnin þeirra, makar og barnabörn héldu fyrir þau matarveislu í tilefni dagsins og áttu þau ánægjulega stund saman þetta kvöld. Eins og margir Súgfirðingar skelltu þau sér síðan á áramótadansleik í Félagsheimili Súgfirðinga og tvistuðu þar eins og þeim er Vala og Gretareinum lagið enda góðir dansarar. Þrátt fyrir allt fjörið, þá héldu Grétar og Vala matarboð á Nýársdag og tóku á móti nýja árinu með bjartsýni og gleði.

Til hamingju með 40 ára brúðkaupsafmælið elsku Vala og Grétar. Megi gæfan vera ykkur áfram hliðholl í framtíðinni.

Myndirnar voru teknar í brúðkaupi Oddnýjar og Ingólfs fyrir fáeinum árum síðan.

Kveðja

Róbert Schmidt

Vel heppnað áramótaball á Suðureyri

Súgfirðingar stigu áramótadansinn létt og leikandi við undirspil þeirra bræðra, Ævars, Guðna og aramot 2Elvars og síðan börðu þeir bræður, Sturla Páll og Snorri Sturluson, húðirnar af stakri snilld. Já, það er óneytanlega skemmtilegt að vita til þess heimamenn haldi uppi stuðinu af og til eins og þeir gerðu svo snilldarlega á Sæluhelginni sl sumar. Fréttir herma að rúmlega 80 manns hafi mætt og skemmt sér konunglega við gömlu góðu slagarana eins og "Traustur vinur" "Marina, Marina" og "Kokkinn". "Stemmingin var eins og í þá gömlu góðu daga, meiriháttar fjör"- sagði Halldóra Hannesdóttir sem skrapp á ballið í miklu tjúttstuði.

Áramótabrennan var góð og flugeldasýningin líka enda logn og blíða í firðinum heima. Sætúnið stóð í "ljósum logum" og telja má að allir íbúar Sætúnsins hafi virt fyrir sér ljósadýrðina á þessu síðasta kvöldi ársins.


Ég nappaði tveimur myndum frá Hildi Sólveigu Elvarsdóttur af Facebook-síðunni hennar og vonandi fyrirgefur hún mér það. aramot 1


Kveðja

Róbert


« Fyrri síða

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband