Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Veðurguðirnir óblíðir prestsetrinu

Álklæðning flettist af prestbúðstaðnum á Suðureyri í rokinu í dag og varð að kalla út meðlimi Prestur 3Björgunarsveitarinnar Björgu til að klambra saman sárinu á húsinu. Séra Valdimar Hreiðarsson fékk tilkynningu frá nágranna sínum seinni partinn í dag um að klæðningin væri að losna af húsinu að ofanverðu og náði presturinn að hindra frekara tjón á klæðningunni með því að festa hana að hluta. Lögreglan á Ísafirði var kölluð á staðinn til að meta aðstæður og skrá niður tjónið.
Strákarnir í Björgunarsveitinni Björgu voru snöggir að loka sárinu til bráðabirgða en búist er við að smiður verði fenginn til að lagfæra klæðninguna endanlega á næstunni.Prestur 2

Ljósmyndir: Róbert SchmidtPrestur 1

Kveðja

Róbert Schmidt

Fyrsta lúða sumarsins

Fyrsta lúða sumarsins hjá Fisherman kom á land í gær, laugardag, en það var Þjóðverjinn Julius DrewesJulius 500 sem setti í 15 kg lúðu í Kantinum sem mældist 112 sm löng. Þetta var fyrsta lúða Juliusar á ferlinum en hann starfar sem sjóstangaveiðileiðsögumaður hjá fyrirtækinu og er staðsettur á Flateyri. Julius var í sinni fyrstu sjóferð sumarsins þegar hann fékk lúðuna á og var að vonum kátur yfir fengnum þótt lúðan hafi ekki verið stór. Áhöfnin setti í nokkra væna þorska yfir 10 kg og var aflinn ágætur. Það verður spennandi að fylgjast með komandi sjóstangavertíð á Suðureyri og Flateyri í sumar.

Myndin var tekin skömmu eftir að Julius setti í lúðuna.
Ljósmynd: Róbert Schmidt

Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022

 


Hvað er þetta með veðrið?

Sigurþór Ómarsson og Hjalti Sig eru komnir aftur til Suðureyrar og voru í allan dag að hreinsa Sisso og Hjaltisprungur af Súgfirðingasetrinu með háþrýstidælu í leiðinda veðri, snjó og hvassviðri. Þegar ég hitti þá félaga í garðinum spurðu þeir báðir í kór "Hvað er þetta með veðrið hér Robbi?" Ég svaraði því til að líklegast væri almanakið bara farið að snúast afturábak. En þeim gekk vel í dag strákunum og fóru langt með verkið en halda áfram á morgun því betri veðurspá er í uppsiglingu. Þeir eru ótrúlega duglegir að koma vestur með svona stuttu millibili og leggja á sig erfiða og mikla sjálfboðavinnu. Eftir að búið er að hreinsa lausa múrhúð af veggjunum og háþrýstiþvo, þá þarf að láta sárin þorna í einhvern tíma. Eftir það þarf að múra í sárin og síðan mála allt húsið.

Myndirnar voru teknar laust eftir hádegið í dag þegar þeir Sigurþór og Hjalti voru að verki.

KveðjaSetrid 1

Róbert 

Blakfélagið Skellur með gull og silfur

Íslandsmót öldunga í blaki fór fram á Seyðisfirði og Egilstöðum um s.l. helgi en Blakfélagið Skellur mættu Skellur A lid kvennameð fjögur lið til leiks. Mótið var það fjölmennasta frá upphafi, með 108 lið skráð. A lið kvenna lék frábærlega og unnu yfirburðasigur í sinni deild og hlutu að verðlaunum gullmedalíur og bikar enda unnu þær sig upp í 5. deild á mótinu. Ekki gekk eins vel hjá B liði kvenna sem féllu niður í 8. deild þrátt fyrir harða baráttu og viljastyrk.

Karlalið Skells mættu með tvö lið og hafnaði A liðið í silfursætinu og Skellur A lid karlafærast þeir því upp í 4. deild. B lið karla sem bar nafnið “Rassskellur” voru rassskelltir en það lið var blandað Tálknfirðingum og Ísfirðingum. Þrír Súgfirðingar voru í þessum liðum. Arnar Guðmundsson og Oddur Hannesson voru í A liði karla með silfrið um hálsinn og Þorgerður Karlsdóttir í A liði kvenna með gullið,- að sjálfsögðu.

Til hamingju með frábæran árangur

Kveðja

Róbert

Vígalegur hlýri

Hann er vígalegur þessi hlýri sem Steindór Ingi Kjellberg á línubátnum Kristjáni ÍS á Suðureyri Steini II 800heldur á. Hlýrinn er nokkuð stór eða um 18 kg en þeir geta orðið mun þyngri og stærri. "Það voru mikil læti í þessum þegar ég var að koma honum inn fyrir en hann náði að bíta í annan vettlinginn minn og reif gat á hann. Sem betur fór, náði hann ekki að bíta í höndina, það hefði ekki verið þægilegt," sagði Steini hress og kátur en þeir félagar á Kristjáni ÍS lönduðu um tveimur tonnum af blönduðum afla í dag. Spáð er bræluskít næstu tvo daga en laugardagurinn verður líklega góður til sjóferða.  Ágætt er að minna svartfuglaskyttur á að síðasti veiðidagur á svartfugli er á sunnudaginn, 10. maí.

Ljósm: R.Schmidt

Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com
 

Stuðeyri kosið Sæluhelgarlag Suðureyrar 2009

Ævar Einarsson, “mansapabbi” og Sturla Páll Sturluson efndu til kosninga um sæluhelgarlag fyrir komandi2 Sæluhelgi á Suðureyri en tvö lög voru send inn í keppnina sem er árlegur viðburður. Súgfirðingar fjölmenntu í kaffisal FSÚ kl 18.00 í dag og fengu að hlusta á lögin og lagatextunum var dreift á alla sem mættu. Því næst fengu gestirnir að kjósa um lögin Stuðeyri (A) og Fjör á Sæluhelgi (B). Kosningin var tvísýn en bæði lögin fengu 14 atkvæði og þurftu þeir Ævar og Sturla Páll að skera úr um eitt vafa atkvæði sem 3var lítið a á blaði og sigraði lagið Stuðeyri því keppnina með eins atkvæða mun.

Höfundur lags og texta er “Gromsarinn” eða Hálfdán Bjarki Hálfdánarson en hann söng einnig lagið. Hákon er söngvari í hljómsveitinni Kraftlyfting sem t.d. spilaði á síðasta Góufagnaði á Suðureyri.

STUÐEYRI

1Klikkað kassabílarall
kófsveitt Sæluhelgarball
kemst í stuðið meðan ligg ég í baði
Á Sjöstjörnu ég sælu fæ
svölum Suðureyrarbæ
senn ég þurrka mér og klæði með hraði 

Tíminn líður, leigarinn bíður
það voru boruð göng, og leiðin er ekki svo löng
ég verð að fara, af því bara
á Suðureyri, ég verð að 

koma mér á Sæluhelgina
kreista í mig rauðvínsbelgina
stuðið það á lögheimili hér
verð að komast beint á sælujötuna
og þó ég æli á götuna
þá fyrirgefa Súgfirðingar mér

Húsmæðraboltinn heillar mig
held það sama gildi um þig
heldri konur hver á annarri níðast
Skothól gengið skal nú á
skelfilegt að segja frá
skömm að því hvað ég var latur síðast 

Vil fá meiri, Suðureyri
hætt hefur nú anda, vindurinn hér á Súganda
sólin gyllir, Spillir spillir
Suðureyri, ég verð að 

koma mér á Sæluhelgina... 

Söngvarakeppni sigra vil
sénslaust er það hér um bil
sextánda sætið ég þigg með þökkum
Mansakeppnin magnast brátt
má ég ekki taka þátt
mér er sagt að hún sé ætluð krökkum

Mansavinir, og allir hinir
koma á Sæluna, og ég læt ganga dæluna
um Suðureyri, því ég heyri
að hér er stuðið, ég verð að 

koma mér á Sæluhelgina...


Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com
S: 8404022

Ævar Einars strax farinn á rauðmaga

Eins og sagt var frá hér á síðunni í gær þá slasaðist Ævar Einarsson á baki þegar hann fékk 1þakjárnplötu í sig sl laugardag er hann var að spjalla við strákana sem voru í þakviðgerðunum á Súgfirðingasetrinu. Ævar var bara ágætlega sprækur í dag og eftir kvöldmatinn var ákveðið að skella sér á rauðmagaveiðar inn í fjörð og draga sex net úr sjó og leggja þau aftur og að auki tvo önnur fyrir utan skerið. Ævar var skipstjóri í þessari ferð en hásetar voru Valur Valgeirs og Hafliði. Nokkur net voru dregin upp frá Kleifinni inn að Laugum. Besta netið þar gaf 17 rauðmaga.

Svo var haldið inn að Mýganda og dregið þar upp eitt net sem gaf um 7 rauðmaga. Heildarveiðin í 30þessi sex net voru 56 rauðmagar, fáeinar grásleppur og kolar. Veðrið var ágætt og selirnir spókuðu sig á steinum hér og þar við ströndina, hávelluhópar flugu um fjörðinn og svo tók að bregða birtu. Ferðin var skemmtileg og alltaf gaman að sigla um fjörðinn sinn með góðu fólki.

Ævar er sem sagt þokkalegur eins og hann segir. "Ég læt ekki eina þakplötu stoppa ferðina okkar fjölskyldunnar til Tælands, það er alveg á hreinu," sagði Ævar og glotti út í 7annað. Það er greinilegt á kallinum að hann er brattur þrátt fyrir að hann sé marinn og sár á vinstri síðu og undir herðablaðinu. Ævar minnti á að val á sæluhelgarlaginu fari fram í Félagsheimili Súgfirðinga á morgun, þriðjudaginn 5. maí kl 18.00 og hvetur sem flesta að mæta og hlusta á lögin og kjósa.

Sem sagt, allir að mæta í FSÚ á morgun 37

Héru myndir úr rauðmagaferðinni með Ævari & co í dag:
http://sudureyri.blog.is/album/raudmagaveidi_i_sugandafirdi_/

Kv

Róbert

Rúm 100 kg á bala hjá línubátunum

Lítið fiskirí hefur verið hjá línubátum sem gera út frá Suðureyri síðast liðnar vikur en talið er að loðnu 5sé að finna víða á miðunum og að fiskurinn sé í góðu æti. En eitthvað er þó að aflast því í dag komu rúm 27 tonn á fimm línubáta sem skiptist eftirfarandi á milli báta: Bára 2.640 kg, Gestur 3.209 kg, Hrefna 3.769 kg, Kristján 3.547 kg og Lukka 1.254. Berti G var ekki skráður á vigtarblaðið en hann var svo sannarlega á sjó í dag og líklegt er að Berti G hafi aflað um eða yfir þrjú tonnin. Aflinn í dag var blandaður af þorski, steinbít, ýsu, hlýra og kola.

Á sunnudaginn fóru þrír bátar á sjó og þá var Berti G með 2.478 kg, Gestur 4.847 kg og Hrefna 73.075 kg. Helst eru bátarnir að sækja 20-30 mílur hér út en framundan er ekki góð spá fyrir smábátana. Búið er að lagfæra gamla löndunarkranann á höfninni og geta nú verið þrír kranar í gangi þegar margir bátar vilja landa á sama tíma.

Hér eru nokkrar myndir frá löndun nokkurra línubáta í dag og fleiri myndir eru í myndaalbúminu.

Kveðja8

Róbert 

Veiddu 70 kg stórlúðu

Þeir Steindór Ingi Kjellberg og Tony á Kristjáni ÍS settu í 70 kg stórlúðu á línu fyrir stuttu um það bil 30 mílur út af LuduhausSúgandafirði og var talsverður slagur að ná lúðunni inn fyrir. Lúðan var síðan send á fiskmarkað og seld. Stórlúður færa sig óðum á landgrunninn á þessum árstíma og seinni part maí geta menn búist við að setja í vænar lúður skammt frá landi og oft mjög grunnt. Talið er að stórlúður sæki mikið í rauðmaga á grunnslóðinni og jafnvel staðsetji sig undir fuglabjörgum þar sem þær borða svartfuglsegg sem falla úr bjarginu niður á sjávarbotninn.

Von er á fyrstu Þjóðverjunum til Suðureyrar og Flateyrar n.k. miðvikudag en sjóstangaveiðivertíðin hefst á þessum stöðum um miðjan maímánuð. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvort stórlúðum verður landað með vorinu en allir þýskir sjóstangaveiðimenn lifa í voninni um að setja í þá stóru. Ekki má gleyma fjölda heimamanna sem hafa brennandi áhuga á slíkri veiði og aldrei að vita nema nokkrir áhugasamir leggi haukalóð hér fyrir utan þegar líður á mánuðinn.

Kveðja

Róbert 

Sumarhátíð Súgfirðingafélagsins 26-28 júní

Helgina 26-28 Júní ætlar Súgfirðingafélagið í Reykjavík að efna til sumarhátíðar í Miðdal, á lóðSu 8 prentara og bókagerðarmanna, ca. 5 mínútna keyrsla frá Laugarvatni.  Inná svæðið og tjaldstæði í 2 nætur fyrir fjölskylduna kostar alls 2000 kr.“   Dagskráin verður óhefðbundin eins og í fyrra.  Meðal þess sem er í boði eru ýmsir leikir fyrir alla fjölskylduna, svo sem pokahlaup, plankahlaup, boðhlaup, reyptog, eggjahlaup og margt fleira á meðan veður leyfir.  18 holu golfvöllur er á staðnum, leiktæki fyrir börnin og stutt í sund á Laugarvatni. Allir þeir sem taka þátt í hinum ýmsu leikjum fá verðlaunapening. Salernis og sturtuaðstaða er á svæðinu.

Furðufatakeppni.  
Efnt verður til furðufatakeppni sem kemur til með að standa alla helgina, allt kemur til greina svo endilega opnið fataskápana og tínið til gömlu fötin sem þið eruð hætt að nota. Með von um jákvæð viðbrögð og við sjáum sem flesta helgina 26-28 júní.   

Súgfirðingafélagið í Reykjavík.

Myndina tók Róbert Schmidt af Kolbrúnu Elmu Schmidt, frænku sinni og börnum sínum, þeim Arnóri Schmidt og Berglindi Melax á Sæluhelginni á Suðureyri 2008.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband