Leita í fréttum mbl.is

Hallbjarnarbragur

Eins og margir Súgfirðingar vita, þá var Guðni "Kóngur" Guðmundsson mikill hagyrðingur og samdi Hallbjorn Gudmundssonmargar ódauðlegar vísur. Vil ég rifja upp frægan brag er Guðni orti um Hallbjörn Guðmundsson (Halla Bjössa) á sínum tíma og var þessi bragur sungin í rútum og við ýmis mannamót árum saman og þá gjarnan undir laginu: Fyrr var oft í koti kátt. Ekki man ég nákvæmlega hvernig þessi rómaði bragur Guðna var en þeir sem hafa hann á 100% hreinu, mega endilega senda mér síðustu vísurnar og leiðrétta ef rangt er farið með. Bragurinn er samin um lítið ferðalag Bjössa frá gatnamótum á Botnsheiðinn áleiðis til Suðureyrar fótgangandi.

Með fullri virðingu við Bjössa og Guðna, þá ætti það að vera óhætt að birta þennan brag hér á síðunni enda gert til gamans. Þeir hefðu örugglega samþykkt það báðir tveir.

Hallbjarnarbragur

Hallbjörn yfir heiði gekk,
hafði á ýmsu gætur.
Vænan sjúss af Wískí fékk,
varla stóð í fætur.

Er Hallbjarnar var hálfnuð leið,
hýrnaði yfir kalli.
Framundan var gatan greið,
garpur varðist falli.

Þú sem margar byrgðar berð,
sem berserkja er siður.
Í stóru beygju á fullri ferð,
fram af steyptist niður.

Á það hefur Bjössi bent,
er byrjar í sig að skvetta.
Að það er ekki heiglum hent,
að hendast niður kletta.

Vasapelinn virtist frá,
var það mikill skaði.
Hallbjörn niðr'í lautu lá,
líkur sauðataði.

Höf: Guðni Guðmundsson
Suðureyri.

Meðfylgjandi mynd tók ég af Bjössa 17. júní hér um árið skömmu áður en hann hætti að hlaupa víðavangshlaup Stefnis. Blessuð sé minning Bjössa og Guðna. Þeim munum við aldrei gleyma.

Róbert
robert@skopmyndir.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir Robbi minn tetta er bara yndislegt til lestrar.

Eitt stórt fadmlag til tín inn í gódann dag.

Gudrún Hauksdótttir, 29.10.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband