Leita í fréttum mbl.is

Nýr vettlingur á Suðureyri

Þegar ég var að grúska í gömlum blaðaúrklippum rakst ég á litla saklausa úrklippu frá 3. maí 1990 sem hljóðar eftirfarandi:

NÝR VETTLINGUR Á SUÐUREYRI
-fimm listar í framboði

Fram er kominn nýr listi á Suðureyri sem nefnist Nýr vettlingur. Þetta er fimmti listinn sem kemur þar fram nú fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Á síðasta kjörtímabili voru þar aðeins tveir listar, það er B-listi Framsóknarflokks og L-listi óháðra. Í ár bjóða fram fimm listar eins og áður segir en það eru B-listi Framsóknarflokks og lýðræðissinna, E-listi Alþýðuflokks og félagshyggjumanna, G-listi Alþýðubandalags, H-listi óháðra og Z-listi Nýs vettlings.

Nýr vettlingur er þannig skipaður:

1. Steingrímur Á. Guðmundsson verslunarmaður
2. Karl Steinar Óskarsson sjómaður
3. Arnar Barðason útgerðarmaður
4. Kristján Víðir Kristjánsson útgerðarmaður
5. Þorsteinn Guðbjörnsson útgerðarmaður
6. Vikar Freyr Oddsson stýrimaður
7. Róbert Schmidt fréttaritari
8. Sigurður Þórisson skipstjóri.

Á Suðureyri búa nú 394 og af þeim eru 245 á kjörskrá. Alls eru 50 manns í framboði til sveitarstjórnarkosninga, eða 20,41% af öllum kosningabærum íbúum á Suðureyri. Þetta samsvarar því að 14.500 Reykvíkingar væru í framboði í ár.

Helga Guðrún, DV, Ísafirði
3. Maí 1990

Svo mörg voru þau orð. Ég á einhverstaðar ljósmynd af okkur "Vettlingunum" enda var þetta framboð meira gert í gríni en alvöru. Helsta ástæðan fyrir framboðinu var sú að okkur fannst þetta vera komið í bölvaða vitleysu á Suðureyri, að 4 listar væru í framboði í svona litlu samfélagi. Og við prófuðum bara að safna meðmælendum á blað, stilltum upp á lista og settum fram ýmsar tillögur á blað og þetta var innsiglað korter í miðnætti til Gests Kristjánssonar hreppstjóra sem veitti gögnunum viðtöku. Málið var ekki flóknara. Mikið var rætt um Nýjan vettling á Suðureyri og sumir urðu blóðillir yfir þessum fíflalátum. Spennan var mikil þegar atkvæði voru talin og það munaði aðeins örfáum atkvæðum að Nýr vettlingur fengi inn mann í sveitarstjórn.

Ps. ég mun halda áfram að birta hér, af og til, úrdrætti úr gömlum fréttum frá Súgandafirði en hvet lesendur að senda nú inn minnispunkta og annað sem gæti verið skemmtilegt að birta.

Kveðja

Róbert
robert@skopmyndir.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá þetta. ég man að helsta baráttumál okkar voru m.a. að gera göng yfir til ísafjarðar. Koma í veg fyrir brottflutning ungs fólk úr byggðalaginu með því að fjölga atvinnutækifærum o.s.frv.

Ekki svo vitlausir eftir allt?

Karl Steinar Óskarsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:14

2 identicon

Hehe man eftir þessu....tær snilld ! Vakti mikið umtal og gamlir hundar í sveitastjórnarpólitíkinni á Suðureyri, urruðu og geltu yfir þessum fíflagangi. Gott framtak hjá vöskum drengjum.

Kv. Ellert

Ellert Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:27

3 Smámynd: Róbert Schmidt

Já, félagar, rétt hjá ykkur. Baráttumálin voru eftir allt brýn og göngin staðreynd í dag. Þetta varð líka til þess að gömlu hreppspólitíkusarnir fóru að hugsa sig um. Það var náttúrulega alveg út í Hróa hött að rúm 20% af íbúum Suðureyrar væru í framboði. Framsóknarmennirnir voru sérstaklega reiðir hehe.

Róbert Schmidt, 30.10.2008 kl. 14:24

4 Smámynd: Halldóra Hannesdóttir

......eru þeir það ekki ennþá?

Halldóra Hannesdóttir, 30.10.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband