Leita í fréttum mbl.is

Flóð drap fé í Staðardal

Súgfirðingar fengu veturinn með látum í október en þá kyngdi niður snjó í marga daga og um tíma Sud 12var kolófært í þorpinu. Snjórinn náði víða uppá miðja húsveggi og Bjarni gröfukall hafði í nógu að snúast við að halda götum greiðum. Að sögn Bjarna, hefur ekki snjóað svona mikið í október síðan snjóflóðið féll á Flateyri hér um árið.

Karl Guðmundsson bóndi í Bæ sagði að hann hefð misst 21 kind og 3 hrúta í miklu flóði sem kom úr Vatnadal. Snjókoman og skafrenningurinn í óveðrinu í október stíflaði ána fyrir innan Bæ og þegar hlánaði, brast stíflan og mikið flóð flæddi yfir túnin með þeim afleiðingum að kindurnar drukknuðu. Þorvaldur Þórðarson bóndi á Stað missti eina kind í flóðinu. Í sl viku hefur snjóinn tekið verulega upp og er svo að segja snjólaust í firðinum þegar þetta er ritað. Sud 13

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband