Leita í fréttum mbl.is

Þrettándagleði í Brekkukoti

Þóra Þórðardóttir kennari í Súgandafirði frá 1962 hefur haldið þeim sið að bjóða öllum börnum áDSC02417IMG_0270 grunnskólaaldri í Súgandafirði til veislu á þrettándanum á heimili sitt og er þetta í 41. skipti sem boðið er til Þrettándagleði. Þóra er að kenna sinn síðasta vetur við Grunnskólann á Suðureyri en hún verður 70 ára nú í sumar.
 

Börnin kunna vel að meta þennan góða og skemmtilega sið, dansað er í kringum jólatré, jólasveinar koma í heimsókn, farið er í leiki við börnin og boðið IMG_0176er uppá súkkulaði og kökur.  Að lokum eru jólin kvödd með blysum og flugeldaskotum þar sem húsbóndinn Valgeir Hallbjörnsson stendur við stjórnvölinn. Hópurinn sem komið hefur á þrettándagleðina hjá Þóru og Valla síðastliðin 40 ár er því orðinn fjölmennur og víst er að honum fylgja góðar minningar um sanna jólagleði.

Ljósmyndir: Svava Rán Valgeirsdóttir
robert@skopmyndir.com

IMG_3882IMG_0216


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband