Leita í fréttum mbl.is

Fisherman á fullu í fisksölu á Netinu

Vörumerkið Fisherman á Suðureyri hefur gengið mjög vel í vetur að selja og markaðssetja vestfirskar bobbylogoidfiskafurðir til landsmanna á Netinu www.fisherman.is en þar getur fólk lagt inn pöntun á ýmis konar fiskafurðum eins og t.d. lausfrystum ýsubitum, rækjum, harðfiski, bein- og roðlausum þorski, ýsu og steinbít. Fisherman afgreiðir innsendar pantanir frítt á höfuðborgarsvæðinu og virðist sú þjónusta koma vel við viðskiptavini fyrirtækisins í kreppunni. Höfuðstöðvar og söluskrifstofa er staðsett á Ísafirði.

Að sögn Elíasar Guðmundssonar framkvæmdarstjóra Hvíldarkletts sem rekur Fisherman vörumerkið, hefur salan gengið vonum framar. “ Þetta hefur farið skemmtilega vel af stað og gaman að segja frá því hvernig verkefnið kom til. Íslandssaga hefur verið að ysaframleiða fisk fyrir okkar veiðimenn til að taka með heim að lokinni veiðiferð. Fyrir mistök var of mikill lager til í lok sumars og við höfðum ekki efni á að liggja með stóran fisklager þegar aðgangur að fjármagni var enginn. Jóhanna, konan mín, byrjaði á því að setja inn umræðu á barnaland.is um að hún gæti útvegað ódýran fisk í kreppunni. Viðbrögðin voru svo mögnuð að nú eru sjö framleiðendur á Vestfjörðum að framleiða vörur sem seldar eru á
www.fisherman.is  

Fyrirtækið vinnur nú að frekari þróun á þessu skemmtilega verkefni og er um þessar mundir að opna aðstöðu í Kópavogi til að bæta þjónustu við viðskiptavini. Stolt Vestfirðinga er stórbrotin náttúra, gjöful fiskimið og aldagömul matvælahefð tengd fiski. Fisherman vill koma því á framfæri og hjálpa fólki að upplifa þessi miklu lífsgæði sem Vestfirðingar bjóða uppá,” segir Elías og er bjartsýnn á framhaldið.

Kveðja

Róbert

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband