Leita í fréttum mbl.is

Hollvinasamtök FSÚ stofnuð

Hollvinasamtök Félagsheimili Súgfirðinga / FSÚ, héldu stofnfund á Suðureyri 20. mars sl en samtökin 14rdvlrvilja hlúa að gamla félagsheimilinu og endurbyggja það með aðstoð einstaklinga og fyrirtækja. Stjórn FSÚ var kosin á fundinum en hana skipar eftirfarandi aðilar: Óðinn Gestsson formaður, Erla Eðvarðsdóttir ritari, Vernharð Jósefsson gjaldkeri og meðstjórnendur eru þau Halldóra Hannesdóttir og Leifur Blöndal. Varamenn eru Ævar Einarsson og Valur Valgeirsson. Skoðunarmenn reikninga eru Ágústa Gísladóttir og Sigurður Ólafsson.

Á stofnfundinum færði Guðni Einarsson samtökunum eina milljón króna fyrir hönd stjórnar Klofnings. Þá tilkynnti Óðinn Gestsson um gjöf uppá 1,5 milljónir króna frá Íslandssögu ehf og tengdum fyrirtækjum. Alls hafa 150 manns skráð sig sem stofnfélagar FSÚ á Facebook. Hvíldarklettur ehf hefur boðist til að sjá um lóðafrágang við húsið og Mansavinir færðu samtökunum peningagjöf upp á 250 þúsund krónur auk 40 þús kr framlags frá áramótadalsleik sem áhugamenn héldu.

Á stofnfundinum var einnig ákveðið að ganga til viðræðna við eigendur félagsheimilisins um að þeir velti fyrir sér hver framtíð  hússins geti verið. Samkvæmt uppl samtakana eru eigendur hússins Ísafjarðarbær sem á 55%, Verkalýðsfélag Vestfirðinga 15%, Íþróttafélag Stefnir 15%, Kvenfélagið Ársól 15%. Erindi samtakana var tekið fyrir á fundi bæjarráðs og bæjarstjóra falið að ganga til viðræðna við stjórnina.

Á fundinum var einnig samþykkt að allir geta orðið stofnfélagar sem skrá sig fyrir 17. júní nk á netfangið: fsug@visir.isTaka þarf fram kennitölu og netfang viðkomandi. Félagsgjald í FSÚ er kr. 1000.

Heimildir www.bb.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband