Leita í fréttum mbl.is

26 ára gamall Stefnisleikur sýndur á Suðureyri 10. apríl

Nokkrir félagar úr Íþróttafélaginu Stefni á Suðureyri munu standa fyrir sýningu á 26 ára gömlum Stefnir 1982 25 juni á Melavellinum Rvik 1000knattspyrnuleik sem háður var á Skeiðinu á Ísafirði 18. júní 1983 en þá mættust Stefnir og Afturelding frá Mosfellsbæ í Íslandsmóti í knattspyrnu í 4 deild. Leikurinn hefur verið færður yfir á DVD og er í fullri lengd. Leikurinn verður sýndur í kaffisal Íslandssögu á Suðureyri kl 20.00 á Föstudaginn langa.

Björn Guðbjörnsson segir stuttlega frá þessari leiktíð ásamt tölfræði og öðrum áhugarverðum upplýsingum. Valinn verður “maður leiksins” sem fær að launum fallegan verðlaunagrip. Heiðursgestir kvöldsins verða þeir Arnar Guðmundsson, Þorsteinn Guðbjörnsson og Jens Daníel Holm en þeir tóku þátt í umræddum leik ásamt Birni Guðbjörnssyni. Þessir fjórir fulltrúar liðsins verða vonandi allir á staðnum.

Einnig er stefnt að sýna gamlar myndir frá knattspyrnuleikjum Stefnis á Suðureyri. Þeir sem kunna að eiga í fórum sínum gamlar myndir (í lit eða svarthvítar) eru beðnir um að senda þær á tölvutæku formi á
robert@skopmyndir.comeða hafa samband við Róbert Schmidt í s: 8404022.

Allir innilega velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Stefnismenn vilja þakka Íslandssögu kærlega fyrir afnot af húsnæðinu undir þennan skemmtilega viðburð.

Meðfylgjandi ljósmynd var tekin á Melavellinum í Reykjavík 25. júní 1983 eða viku eftir leikinn við Aftureldingu.

Áfram Stefnir

Stefnir United

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband