Leita í fréttum mbl.is

Vogmær í Suðureyrarhöfn

Þessi stóra vogmær fann undirritaður í smábátahöfninni, fyrir neðan kirkjuna kl 08 í morgun en ætla má Robbi Vogmaer IIað fiskurinn hafi synt eða rekið á land í gærkveldi eða nótt þar sem liturinn var að mestu horfinn af honum. Vogmærin mældist 187 sm að lengd, 38 sm að breidd og vó 7,5 kg. Önnur vogmær fannst í gærkveldi í smábátahöfninni sem var talsvert minni. Vogmærin er mjög sérkennileg í útliti eins og myndirnar bera með sér og óvenju stór en fiskurinn getur verið allt að 3 metrar að lengd samkvæmt Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Grípum niður í kafla í bókinni um þennan merkilega fisk:

Vogmærin sem stundum er nefnd vogmeri slæðist stöku sinnum í veiðarfæri sjómanna hér við land. Robbi Vogmaer 1Vogmærin kemur við sögu í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þannig lýsa þeir henni:

Vogmerin er litfögur. Hún er svört fyrir framan augun og á milli þeirra, einnig ofan á höfði og hnakka. Stór kringlóttur, svartur blettur er fyrir ofan raufina og einnig fyrir ofan hryggjarliðina, og svo virðist sem fiskurinn sé svartur í gegn. Bakugginn, stirtlan og sporðurinn er allt hárautt á lit, en að öðru leyti er hún silfurgljáandi. Vogmærin getur orðið nokkuð stór eða um 3 metrar á lengd. Heimkynni hennar eru í Norðaustur-Atlantshafi og hún virðist vera algeng allt í kringum Ísland, nema undan ströndum Norðausturland og Austurlands. Vogmær finnst undan ströndum Noregs, í Norðursjó og umhverfis Bretlandseyjar og allt suður til Madeira.

Sárafáar rannsóknir hafa verið gerðar á lífsháttum vogmeyjarinnar. Menn Vogmaer IIItelja að hún sé fyrst og fremst miðsævisfiskur og hefur hún komið í veiðarfæri skipa á 64-640 metra dýpi. Vogmeyjar halda sig sennilega í smáum torfum og einstaka sinnum reka slíkar torfur á land. Á ofanverðri 19. öld rak 100-200 vogmeyjar á land við Arnarfjörð.

Fæða vogmeyjarinnar er einkum rækja, smokkfiskar og ýmsar tegundir smáfiska. Ekki er vitað hvenær hún gýtur en nýgotnar hrygnur hefur rekið á land í maílok. Sjómenn hafa fengið vogmeyjur í flotvörpu djúpt undan Reykjanesi og hugsanlegt þykir að þar megi finna væna hrygningarslóð hennar.

Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er gerð grein fyrir nafngift fisksins. Þar segir að það sé eðli vogmeyjarinnar að koma með flóðinu upp að landi í grunnum víkum og vogum, sérstaklega þar sem botngerðin er sendin. Hún er svo litfögur og mjúk að hún er kennd við mey.

Ps. þess má geta að stórstreymi er um þessar mundir hér vestra.

Kveðja

Róbert Schmidt
Ljósmyndir: Róbert Schmidt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband