Leita í fréttum mbl.is

Á stórlúðuveiðum á 440 faðma dýpi

Þröstur Karlsson frá Bæ í Súgandafirði hefur verið á stórlúðuveiðum í sumar á 15 tonna plastbáti sem 6heitir Flugaldan ST-54 sem er í eigu Strandamannsins Gumma El en báturinn er skráður í Djúpuvík en gerður út frá Akranesi. Þeir félagar eru á lúðuveiðum djúpt út frá Reykjanesi eða um 100 sjómílur frá landi en fáir bátar hérlendis gera sérstaklega út á stórlúðuveiðar. Reyndar hefur Ólafur Einarsson (sonur Einars Óla) róið á þessi mið í nokkur ár með góðum árangri. Svona sjóferðir taka 3-5 daga en stímið á miðin tekur drjúgan tíma. Þröstur og félagar eru vel útbúnir til veiðanna enda lúðurnar ansi vænar eða frá 30 til 110 kg flykki. Þröstur segir að lúðurnar séu minni í ár en í fyrra en þá fengu þeir mikið af 30-50 kg lúðum. Dýpið sem línan er lögð á er á bilinu 200-440 faðmar en færið getur stundum farið niður á 550 faðma dýpi og er línan beitt jafnóðum og hún er dregin inn.

Einnig hafa Þröstur og félagar verið að fá góðan afla af “aldamótakarfa” eða um tvö kör í ferð þegar mest aflast sem er um 800-900 kg. Karfarnir eru á bilinu 10-16 kg að þyngd og mælast 80-90 sm að lengd sem er ekkert smáræði. “Við reynum að hanga eitthvað á þessu fram eftir hausti, fer bara eftir ástandinu og sölumöguleikunum. Hér hafa verið nokkrir bátar á lúðuveiðum í sumar, þrír af1 sömu stærð og okkar bátur, einn 30 tonna bátur, tveir 150 tonna bátar og tveir frá Færeyjum. Núna erum við bara einir eftir ásamt stóra bátnum Suprise frá Hafnarfirði,” sagði Þröstur.

Verð á stórlúðunni hefur verið best á Bretlandsmarkaði en þeir prófuðu að selja á markað í Danmörku en þar fengu þeir aðeins fjórðungi lægra verð fyrir kílóið. Stórlúða er utankvóta fiskur og þarf sérstakar línur og króka til þeirra veiða. Sumarið 2008 gaf 6-8 tonn af bátinn en það sem af er þessu sumri eru komin tæp 11 tonn af stórlúðu. Það ríkir ætíð mikill ævintýrabragur yfir stórlúðuveiðum en það þykir happafengur mikill ef sjómenn fá stórlúður á handfæri 5eða línu hér við land. Margar lúður sem dregnar hafa verið á handfæri
hafa verið á þriðjahundrað kíló að þyngd og það eru alvöru stórlúður. Ég læt hér fylgja með nokkrar myndir frá þessum veiðiskap sem Þröstur tók í sumar.

Kveðja

Róbert Schmidt

2

7

                                                                                            

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband