Leita í fréttum mbl.is

Brælutíð

Súgfirskir bátar liggja í höfn eins og flestir smábátar á Vestfjörðum en brælutíð er framundanSn14 í kortunum ef marka má spá Veðurstofu Íslands. Nokkuð hefur snjóað í Súgandafirði og skafið í skafla í húsgörðum og þröngum götum. Mokstur gengur vel á eyrinni og atvinnulífið gengur sinn vana gang en brælan hamlar sjósókn. Búist er við áframhaldandi hvassri NA-átt næstu daga með snjókomu af og til.

Gestur Kristins ÍS fór á sjó sl sunnudag og var þá eini báturinn héðan á sjó. Aflinn var um 3,4 tonn á 32 bala. Gestur fór einnig á sjó á mánudaginn og aflaði vel á áttunda tonnið af ýsu og þorski sem er góður afli. Aðrir bátar voru í landi. Bátar Íslandssögu beita smokkfiski og pokabeitu til helminga. Steinbíturinn sem veiðst hefur sl vikur hefur verið frekar horaður en er allur að koma til.

Kveðja

Róbert Schmidt
Ljósm: R.Schmidt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband