Leita í fréttum mbl.is

Morgunganga á Esjuna

Nokkrir eldsprækir Súgfirðingar gengu á Esjuna í morgun, laugardaginn 10. jan, en það voru þau Sisso Anna og RobbiAnna Bjarnadóttir, Sigurþór Ómarsson og Róbert Schmidt. Anna Bjarna fór fyrir 25-30 manna hópi nema frá Akranesi en við Sigurþór fórum auðveldari og lengri leiðina upp fjallshlíðina en urðum þó á undan hópnum upp að Steininum stóra sem er skammt frá efstu brúnum Esjunnar. Styttri leiðin upp var mun erfiðari eins og gefur að skilja enda brattari. Á leiðinni hittum við Sigurþór eina yngismær frá Norðfirði sem heitir Erla. Hún var ein í morgungöngu og virtist fara létt með. Erla var ekki í gönguskóm og íklædd dúnúlpu og bleikum ullarvettlingum. Hún þáði sódavatn frá okkur og kvaddi síðan skömmu eftir að hópurinn kom upp.

Anna Bjarna var fararstjóri hópsins en Anna er mikill göngugarpur Skagahopurinn Sisso og Robbiog fer víða á fjöll og oft enda í fanta formi stelpan. Krakkarnir hvíldu lúin bein og fengu sér að drekka og borða áður en haldið var niður. Við Steininn sáum við tvær rjúpur og hlaupum. Það var kærkomin tilbreyting að vera óvopnaður á fjöllum og leyfa þeim að leika sér í náttúrunni. Gangan var góð þótt veðrið hefði mátt vera betra en það rigndi og snjóaði á víxl í dag. Útsýnið var ekkert, talsverð þoka í hlíðum Esjunnar sem hindraði för margra á toppinn. Á niðurleiðinni mættum við fjölda fólks á uppleið og þ.a.m. ungum manni með smáhund og voru þeir félagar að ganga á Esjuna í sjöunda skiptið. Stefnt er að Súgfirðingar mæti í Esjugöngu alla laugardaga kl 10.00.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband