Leita í fréttum mbl.is

Góublótið í Félagsheimili Súgfirðinga á ný

Fréttir herma að Góublótsnefndin (karlarnir) á Suðureyri hafi ákveðið nær einróma að færa Góublótiðblot aftur í gamla félagsheimilið (FSÚ) til að ná réttri stemningu þrátt fyrir að þröngt verði þar á þingi. Síðast liðin ár hafa þorrablótin á Suðureyri verið haldin í íþróttahúsinu en sumir segja að hljómurinn þar sé ekkert í líkingu við gamla góða félagsheimilið. Þetta eru tíðindi fyrir Súgfirðinga og án efa mikil gleðitíðindi. Hús- og skemmtinefndir eru í óða önn að skipuleggja, skrá og æfa þessa daganna og menn mega búast við léttum og föstum skotum í gamansömum tón þegar stóra stundin rennur upp.

Þegar síðast fréttist var búið að skrá 160 manns á Góublótið á Suðureyri og víst er að þröngt mega sáttir sitja. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig þetta fer fram og hvernig það verður að koma aftur á blót í félagsheimilinu. Meira um það síðar.

Róbert 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband