Leita í fréttum mbl.is

Endurbætur á Félagsheimili Súgfirðinga

Fréttir herma að hollvinir FSÚ á Suðureyri séu að undirbúa talsverðar endurbætur á Félagsheimili FsuSúgfirðinga en í samtali við Sturla Pál Sturluson kom fram að þessi hugmynd hafi verið sett af stað eftir áramótadansleikinn á Suðureyri. Hollvinir FSÚ er óformlegur félagsskapur að stórum hluta skipaður Sæluhelgargenginu. Sturla bar fram tillögu á Góukarlafundi nýverið að halda Góublótið í FSÚ og kom fram mikill stuðningur við tillöguna og nú hefur verið gerð úttekt á því sem þarf að lagfæra til að hægt sé að halda blótið með góðu móti.

Niðurstaðan varð sú  að mála allt innandyra, auka smáviðgerðir á hurðum, gluggum og endurnýjun ljósa. Bærinn hefur tekið jákvætt í þetta verkefni og líklegt er að hann leggi til fjármagn í nýjar gardínur og málningu. Fyrirtækin Íslandssaga og Klofningur leggja sitt af mörkum en meiningin er að fá sem flesta íbúa til að vinna verkið í sjálfboðavinnu. Í framhaldinu er fyrirhugað að stofna formlega Hollvinafélag FSÚ en fjölmargir einstaklingar og fyrirtæki hafa lýst áhuga sínum að koma að verkinu með einum eða öðrum hætti.

Hollvinir FSÚ eru um þessar mundir að dreifa kynningarbréfi um verkefnið í hús á Suðureyri og víðar á Netinu í þeirri von að góð og öflug samstaða náist um framtíð Félagsheimili Súgfirðinga.

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband