Leita í fréttum mbl.is

Þegar strákarnir voru allir með yfirvaraskegg

Ég rakst á mjög skemmtilegar myndir á Facebook síðunni hans Bjarna Baldurs en fyrir þá sem ekki 21muna eftir Bjarna, þá var hann lengi til sjós á Suðureyri en býr í Noregi í dag. Bjarni er nú að taka til í myndasafninu sínu og hann gaf mér góðfúslegt leyfi til að birta í sérstöku albúmi hér á síðunni nokkra gullmola frá þeim tímum þegar allir strákarnir voru með yfirvaraskegg. Það muna eflaust margir eftir þeim tíma. Í myndasafninu hans Bjarna má líka finna óborganlegar myndir frá árshátíð fiskiðjunnar Freyju þar sem Steini Binnu fór á kostum. En nóg um það, kíkið á myndaalbúmið við tækifæri og skrifið comment undir þessa frétt.

Á meðfylgjandi mynd eru þeir Diddi Viddi og Brynjar Diego. Flott bindi hjá strákunum og hvítir sokkar. Munið eftir bekknum sem þeir sitja á? Hann var lengi í FSÚ

http://sudureyri.blog.is/album/myndir_fra_bjarna_baldurs/

Ps. Takk fyrir lánið á myndunum Bjarni.

Kveðja

Róbert


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband