Leita í fréttum mbl.is

Pönnukökur í tilefni dagsins

Konur úr Kvenfélaginu Ársól á Suðureyri heimsóttu vinnustaði í morgun með nýbakaðar pönnukökur Sumard 27í tilefni Sumardagsins fyrsta en það er gömul hefð að kvenfélagið skapi sér fjáröflun með þessum skemmtilega hætti. Sumir heimamenn sögðu við mig að pönnukökurnar myndu án efa vera pantaðar af einstaklingum væri sá möguleiki í boði. Enn snjóar og snjóar í Súgandafirði og einhverjir farnir í kosningarkaffi til Ísafjarðar. Eins og einn heimamaður sagði á förnum vegi "það þarf engin að elda í dag, nóg að borða á kosningarskrifstofunum."

Þrátt fyrir ofankomu og leiðinda veður á þessum fyrsta degi sumars tekur fólk þessu með jafnaðargeði og brosir. Ég hitti hana Debbie sem var að losa lyftarann sinn á planinu á milli áhaldahússins og Klofnings og hún var hin hressastaSumard 11 enda nýbúin að sporðrenna pönnukökum frá kvenfélaginu. Nokkrir starfsmenn Klofnings voru að spyrða keilur í dag sem keyptar voru á markaði. Þær yrðu síðan hengdar upp á hjallana í Önundarfirði áður en helvítis flugan vaknar af vetrardvalanum.

Síðan hitti ég tvær hressar hnátur að renna sér í snjónum á Sumard 23sundlaugarkút og þær sögðu að það væri nær að segja "Gleðilegan vetur" í stað gleðilegs sumars. Svo tóku þær eina bunu niður brekkuna þar sem áður stóð húsið þeirra Pálínu og Sturla Ólafs. Veðurspáin er ekki sérlega hagstæð fyrir kvöldið og morgundaginn, áframhaldandi norðanátt með ofankomu. Sumarið er alla vega ekki á bakvið næsta hól í bili Tounge

Fleiri myndir frá Sumardeginum fyrsta er að finna í myndaalbúminu á síðunni.

Með sumarkveðju

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alltaf gaman að lesa fréttir frá daglega lífinu úr sinni heimabyggð,,

kv. Unnur Sigurvinsd.

unnur sigurvinsdóttir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband