Leita í fréttum mbl.is

Bobby bátarnir sjósettir á Suðureyri

Starfsmenn Hvíldarkletts ehf sjósettu alls 11 Bobby báta á Suðureyri í dag fyrir komandi 1sjóstangaveiðivertíð sem hefst í maímánuði. Stefnt er að sjósetja hina 11 Bobby bátana sem eru á Flateyri innan skamms. Fyrstu viðskiptavinirnir eru væntanlegir fyrri part maí mánaðar en uppúr miðjum maí fer vertíðin í gang af fullum krafti og er ágætlega bókað í júní, júlí og fram í ágúst en búist er við að síðustu gestirnir fara af landi brott í september. Verið er að undirbúa bátaflotan og gera þá klára fyrir haffærni en talsverð vinna liggur að baki varðandi viðhaldsþáttinn á 22 bátum. Guðmundur Svavarsson stjórnar því verki með þekkingu og reynslu.

Búið er að færa þrjú sumarhús sem staðsett voru í miðju kauptúninu inn að knattspyrnuvellinum við Lónið þar sem þau munu standa um ókomna framtíð. Enn2 er eftir að leggja lagnir og tengja bústaðina á nýju uppfyllingunni sem verður gert um leið og snjórinn er farinn og veður verður skaplegt. Komandi sjóstangaveiðivertíð leggst vel í mannskapinn og verið er að leggja síðustu hönd á skipulagningu og frágang áður en erlendu veiðimennirnir mæta vopnaðir stöngum og skutlum með "stórlúðu" glampann í augunum.

Myndirnar tók undirritaður í dag þegar Bobby bátarnir voru sjósettir og komið fyrir á flotbryggjunum í smábátahöfninni á Suðureyri. Um borð í bátunum eru þeir Kjartan Þór Kjartansson og Guðmundur Svavarsson.

Kveðja

Róbert 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband