Leita í fréttum mbl.is

Endurbætur á Súgfirðingasetrinu að hefjast

Þessa stundina er verið að slá upp vinnupöllum utan um Aðalgötu 18 (Súgfirðingasetrið) en A setridframundan eru endurbætur sem nokkrir sjálfboðaliðar munu framkvæma frá og með 1. maí nk. Til stendur að setja nýtt þak á húsið og lagfæra múrhúð að utan. Óvíst er hvað endurbæturnar muni taka langan tíma en Súgfirðingafélagið í Reykjavík á ákveðin sjóð til framkvæmda sem vonandi dugir að mestu leiti fyrir kostnaði. Vitað er að formaður og gjaldkeri félagsins, Sigurþór og Atli Ómarsynir, mæta galvaskir ásamt fríðu föruneyti á næstu dögum vestur í Súgandafjörð með hamra og sagir, klárir í að ráðast í þetta verkefni enda liggur húsið undir skemmdum og er verulega farið að láta á sjá að utan.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband