Leita í fréttum mbl.is

Múrað í sumarblíðunni

Enn og aftur eru "Hamrarnir" mættir til vinnu við Súgfirðingasetrið á Suðureyri, þeir Sigurþór, Atli, 24Hjalti, Steini og Bjarki. Elmar Diego bættist í hópinn í dag ásamt Arnari Guðmunds og Stefáni úr Súgfirðingastjórninni. Þetta er þriðja helgin í röð sem "Hamrarnir" mæta í fjörðinn og nú eru þeir að klára að múra í sárin að utan og gera klárt fyrir málningarvinnu. Sólin skein á þá félaga í dag og múrskeiðarnar voru á lofti á öllum hliðum hússins. Óhætt er að segja að húsið muni líta út sem nýtt eftir yfirhalninguna enda fagmenn í hverju horni.

Í kvöld verður "slútt" hjá "Hömrunum" en þá verður grillað og skálað fyrir löngu og ströngu sjálfboðaliðsstarfi við Súgfirðingasetrið. Þessir drengir eiga heiður skilið fyrir þeirra framlag sem eflaust telur á nokkrum milljónum króna í vinnuframlag. Þeir Súgfirðingar sem 26vilja nýta sér þekkingu þessara manna er bent á að hafa samband við Sigurþór Ómarsson en bæði Hjalti og Steini eru faglærðir og hörkuduglegir og án efa sanngjarnir í samningum. Arnar Guðmunds nýtti sér "Hamrana" og fékk þá til að lagfæra tröppurnar hjá sér í dag, þannig að eflaust eiga einhverjir heimamenn eftir að fylgja eftir til framkvæmda og þá er um að gera að hafa samband við strákana. Þeir hafa bæði tíma og þekkingu til húsaviðgerða.

Kveðja

Róbert

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Róbert Schmidt
Róbert Schmidt

Fæddur Súgfirðingur og þykir vænt um fjörðinn og fólkið heima. Netfangið mitt er: robert@skopmyndir.com

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband